Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 16
110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
vitað með vissu. Um samband Reykjavíkursvæðisins við önnur ná-
læg jarðhitasvæði er ekki heldur neitt hægt að segja enn.
Hengilssvœðið.
Jarðhitasvæðið kringum Hengil er um 50 km2 að stærð og bor-
anir hafa einungis farið fram eitthvað að ráði við suðurjaðar svæð-
isins, í og upp af Hveragerði.
Þar hafa verið boraðar 8 djúpar
holur, frá 300 til 1200 m á dýpt.
Lega þeirra er sýnd á 5. mynd.
í flestum þeirra hafa verið gerð-
ar mælingar á hita með gufu-
þrýstingshitamæli, og hefur þá
jafnan verið leitazt við að finna
hinn óraskaða berghita eins og
hann var áður en borun var gerð.
Á 6. mynd eru sýndar mælingar
úr þremur af þessum holum. Eru
þær gerðar, þegar holurnar hafa
staðið lokaðar í að minnsta
kosti einn mánuð, en þá má
reikna með að þær hafi nokk-
urn veginn náð hitajafnvægi við
bergið í kring. 5. mynd. Kort, er sýnir legu borhola
Þessar holur liggja nokkurn á Hengilssvæðinu.
veginn á línu frá norðri til suð-
urs og er hola G-1 nyrzt og G-5 syðst. í öllum holunum vex hitinn
í fyrstu mjög ört og nær hámarki á vissu dýpi en lækkar síðan
aftur þar fyrir neðan. Þessi hámarksliiti er minnstur í syðstu hol-
unni, en fer vaxandi norður eftir. Dýpið jiar sem hitinn er mest-
ur, fer einnig vaxandi eftir því sem norðar dregur. Hæsti hiti,
sem mælzt hefur í borholu á íslandi, er í holu G-l, 232°C á rúm-
lega 600 m dýpi. Til samanburðar má geta þess, að mesti hiti,
sem mælzt hefur á jarðhitasvæðum á Ítalíu, er um 245°C (7) og
á Nýja Sjálandi allt að 295°C (8).
Hitalækkunin neðan við liámarkshitann í þessum borholum er
nokkuð athyglisverð og verður helzt skýrð með því, að meira og
minna lárétt vatnsrennsli valdi hámarkshitanum. Aðaluppstreymis-