Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 35
NÁTT ÚRUFRÆÐIN GURIN N 129 sem komið er, enda óvíst að vikurinn hafi verið svo heitur, að trén hafi brunnið. Fróðlegt væri að kanna þetta svæði nánar og mæla gildleika trjábolanna, en svo viiðist sem þessi skógur hafi verið eitthvað stórvaxnari en sá, sem nú vex á Mývatnssvæðinu. Hæð flat- arinnar suður af Jarðbaðshólum yfir sjó er um 320 metrar. Vorið 1960 var unnið á vegum Raforkumálaskrifstofunnar að jarð- fræðilegum athugunum á stíflustæði fyrir Þjórsárvirkjun milli Búrfells í Þjórsárdal og Sauðafellsöldu. Voru þá grafnar þar, undir umsjá Hauks Tómassonar, landfræðings, nokkrar djúpar holur á vikurflötinni miklu í Rangárbotnum, vestur af fossinum, sem þar er í Rangá. Þetta svæði er nærri miðjum geira þriggja af mestu vikur- lögunum ljósu, sem komið hafa úr Heklu, þ. e. a. s. lagsins frá 1104 (Hi), því er eyddi Þjórsárdal, og laganna H3 og H4. Þykkast er þarna H3, 4—5 metrar, og kögglar upp í 30 cm í þvermál. Austasta holan, nærri vesturbakka Rangár, var um 11 metra djúp og náði til botns á laginu H4, sem þar var 1.6 m þykkt. Hefur verið að því hreinn lífsháski og raunar næstum óforsvaranlegt, að grafa svona djúpa holu gegnum þykk vikurlög, og hef ég ekki í annan tíma verið hræddari nm líftóru mína en þegar ég lét fíra mig þar niður í botn til að atliuga og ákvarða öskulögin að beiðni Hauks. Litlu vestar var önnur liola grafin og þar fundu þeir Haukur og félagar hans far eftir trjábol, sem staðið hafði nær lóðrétt næst- um upp í gegnum H3, sem þar var um 5 metra þykkt. Bolurinn hefur verið yl'ir 20 cm í þvermál þar sem hann var gildastur. Einn- ig voru þarna holrúm eftir greinarnar og hallaði þeirn það eðlilega, að vikurinn mun lítið liafa þjappast þarna saman eftir að hann féll. Innan á holrúmsveggnum var dálítið af viðarkoli, og söfnuð- um við Haukur saman nægu af því til að hægt væri að gera á því aldursákvörðun á geislavirku koli, en raforknmálastjóri var svo vinsamlegur að lofast til þess að borga þá aldursákvörðun, ef ég fengi liana gerða. Hana fékk ég svo gerða á Laboratoriet för radio- aktiv datering í Stokkhólmi í júní síðastliðnum. Reyndist aldurinn vera 2820 ± 70 ár. (St. 813). Er mikilvægt að hafa fen tgið þessa ná- kvæmu aldursákvörðun á þessu lagi, sem er mesta öskulag, sem fallið ltefur á íslandi síðan ísöld leið og er að finna á 4/5 hluta alls lands- ins. Áður hafði verið gerð á því C14 aldursákvörðun vestur í Yale 1955 (Y-85) og gaf hún aldurinn 2720 ± 130 ár, en sú ákvörðun var gerð á mýramó hið næsta undir öskulaginu og getur því ekki orðið

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.