Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 50
144 NÁTTÚ R U F RÆÐINGURINN eflaust gamall borgari í gróðurríki landsins og stóð með fjölda tæmdra hýðisaldina. Frú Gemma sendi mér síðar bæði þurrkaðar súrsmærur og nokkur lifandi eintök, sem ég gróðursetti í garði í Reykjavík. Blöð súrsmærunnar líkjast talsvert smárablöðum; blóm- in eru hvít, allstór (í júní). Vaxa blöð og blóm upp af skriðulum jarðstöngli. Erlendis vex lrún einkunr í skóglendi. Jurtin er súr á bragðið. Sagt er, að kýr geti fengið niðurgang af henni. Munkahettuna fann frú Gemma í skurði spölkorn innan við kaupstaðinn. Munkahettan hefur lengi vaxið í deiglendi á Brim- nesi við Seyðisfjörð. Aðalheimkynni hennar hér á landi er undir Eyjafjöllum. Hefur ef til vill slæðst austur, eða borizt með varn- ingi frá útlöndum. IL Á Fljótsdalshéraði fékk ég s. 1. sumar staðfestingu á gömlu Aust- urlandsnafngiftunum á krossgrasi og sauðlauk. Maður rir Fellunr nefndi hiklaust lyfjagrasið krossgras og smjörlaufið sauðlauk. Þor- valdur Thoroddsen gat um þessar nafngiftir fyrir löngu. — Sauð- lauksdalir eru til á landinu fleiri en einn, þar sem mýrasauðlaukur vex ekki að nokkrum mun, en aftur á móti allmikið af smjörlaufi, og það hefur jafnan þótt ágætt lil beitar. Er því sauðlauksnafnið á því auðskilið. ■— Sigurgeir bóndi á Eyrarlandi við Eyjafjörð segir, að á uppvaxtarárum sínum liafi lyfjagrasið verið kallað krossgras sums staðar í Þingeyjarsýslu, t. d. í Bárðardal og Reykjadal. Er mjög líklegt að þetta nafn hafi verið þekkt í Eyjafirði á dögum Jónasar Hallgrímssonar. En sú jurt, sem nú er kölluð krossgras eða krossfífill, mun ekki liafa vaxið nyrðra á þeim tíma, en hefur á síðari tímum slæðst norður í garða sem illgresi. III. Sumarið 1961 fundu nemendur Húsmæðrakennaraskólans óvenju margar ofkrýndar brennisóleyjar austur á Laugárvatni. Voru blóm- in fremur smá, nærri hnöttótt, með 10—15 eða jafnvel fleiri smá krónublöð. Er það fremur fátítt. Þarna uxu líka baldursbrár með flata stöngla og flatar körfur, óvenju margar. Undarlegt vallarfox- gras fannst þar með tvískiptu axi. Talið er, að sterkur, tilbúinn áburður og illgresiseyðingarlyf geti valdið a. m. k. sumu af þessu óeðli. Enn fremur fannst bleikt og livítt blágresi og eiturjurtin ferlaufasmári í skóginum. Ingólfur Daviðsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.