Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUF RÆÐINGURINN 113 að dæma gróðurskilyrði landsins eftir þeim gróðri, sem í landinu óx. Við samanburð á flóru íslands og Norður-Noregs varð það álit manna, að ísland væri á sama bekk og nyrstu héruð Noregs í gróðurfarslegu tilliti. Nú hagar svo til, að norðan barrskóganna í Noregi er dálítið belti eða öllu heldur mjó rönd, þar sem birkiskógar vaxa. Þrátt fyrir að belti þetta er örmjótt hefur það einhvern veginn komizt inn hjá mönnum, að það væri sérstakt gróðurbelti. Fyrir þá sök, að hér uxu ekki barrtré af sjálfsdáðum gaf það auga leið, svo að íslandi var hiklaust skipað á þennan bekk. jafnframt var það líka sönnun þess, að hér væri tilgangslaust að r'ækta barrtré. Þess má geta, að umrædd héruð Noregs liggja 400—500 km norðar á hnettinum en ísland. Þegar þessar kenningar voru settar fram voru veðurskýrslur héð- an og þaðan rniklu ófullkomnari en þær eru nú, og því var allur samanburður erfiðari þá. Ennfremur mun enginn þeirra, sem voru höfundar að þessari kenningu, Iiafa komið til Norður-Noregs. Þeir munu nærri einvörðungu liafa stuðst við rit norska prófessors- ins Schiibelers, en hann hafði þá samið mjög greinargóðar bækur um útbreiðslu margra plantna og trjáa í Noregi. Hugmyndirnar breytast. í Noregi var það og skoðun manna um þessar mundir, að þar hefði verið ördeyða eftir ísaldirnar, og því var ekki að undra, þótt menn héldu að sama gilti hér á landi. Síðar komst norski grasa- fræðingurinn Rolf Nordhagen að því, að ýmsir staðir í Noregi hefðu verið jökullausir allar ísaldirnar, þar sem ýmsar tegundir plantna hefðu lifað þær af. Hér á landi hefur Steindór Steindórsson menntaskólakennari kannað útbreiðslu ýmissa tegunda og komizt að þeirri niðurstöðu, að hér hafi sums staðar verið íslaus svæði líkt og í Noregi, og að þar hafi fjöldi tegunda getað lifað ísaldirnar af. Hefur hann gert þessu efni svo góð skil, að það mun naumast Iirakið. Steindór Steindórsson telur, að um y4 innlendra háplantna hafi lifað ísaldirnar af og verið hér, þegar land var numið, en um l/4 tel- ur hann að menn hafi borið með sér á ýmsum tímum. Þeir, sem vilja kynna sér þetta nánar, geta leitað þess í ýmsum ritgerðum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.