Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 42
136 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Helgi Hallgrímsson: Blóðþörungur Ýmsir munu hafa veitt eitirtekt blóðlitum pollurn, sem o£t hittast í klettabollum og -skorum. Er vatnið í bollum þessum o£t dimm- rautt eða sem runnið blóð. Þetta hefur að vonum orðið mönnum undrunarefni einkum fyrr á tírnum er hjátrú var meiri og sömuleiðis náttúruíhyglin. Er ekki ósennilegt að svokallað blóðregn eigi rætur sínar að rekja til þessa fyrirbrigðis, en þess er oft getið í fornum sögum og þótti ekki góðs viti. „Blóðpollarnir” finnast einmitt helzt eftir rigning- ar þar sem klettabollarnir eru annars oftast þurrir. Vorið 1954 fann ég einn slíkan „blóðpoll“ hér á Akureyri, á klett- um ofanvið bæinn. Rannsakaði ég vatnið í smásjá og reyndist það innihalda mikið af rauðum kúlum. Haustið 1961 fann ég svo annan poll, í þetta sinn á klettunum við 'Glerárvirkjunina. Vatnið í jteim polli innihélt mikið af rauðum, sjálfhreyfanlegum þörungsfrumum og þóttist ég geta greint þær með nokkurri vissu. Þörungstegund sú sem hér um ræðir heitir á vísindamáli Haema- tococcus pluvialis Flotow, og mætti kalla hana blóðþörung eða regn- þörung á íslenzku (jafnvel blóðregnsþörung). Hér fer á eftir stutt lýsing á blóðþörung. Eins og sjá má á með- fylgjandi mynd er hann svipuþörungur þ. e. hann hefur tvo þræði úr öðrum endanum, sem hann slær til 1 íkt og svipum þegar hann syndir. Frymið er að rnestu samankomið í miðju frumunnar, en tengt við frumuvegginn með fínum frymistaugum. Utanmeð frym- inu er glært slímkennt efni. Að lögun er þörungurinn sporbaug- óttur. Grænukornin í fryminu eru að mestu þakin af rauðu litar- efni, hæmatokrómi. Blaðgrænan er þó a£ sömu gerð og hjá græn- þörungum og telst blóðþörungurinn því til þeirra. Þegar skilyrðin versna, myndar blóðþörungurinn dvalargró, svo- nefndar akínetur (Af a = ekki og konos, hreyfing). Akíneturnar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.