Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 11
N ÁTT Ú R U F RÆÐIN G U RIN N
105
kvæmir og termistorarnir. Eru þeir yfirleitt notaðir á jarðgufu-
svæðunum.
Hér á eftir verða raktar í stórum dráttum helztu niðurstöður
hitamælinga í borholum hér á landi. Víða eru þær ófullkomnar,
þar sem h'tið hefur verið borað, en annars staðar liefur fengizt
sæmileg mynd af hitaástandinu á afmörkuðum svæðum. Á 1. mynd
eru sýnd þau jarðhitasvæði og einstakar borholur, sem getið verður
um hér á eftir.
Almennar athuganir utan jarðhitasvœða.
Athugaður liefur verið liiti í nokkrum borholum utan hinna
eiginlegu jarðliitasvæða, og eru niðurstöður þeirra mælinga sýndar
í töflu I. Þrjár fyrstu holurnar eru á láglendi og er hitastigull
þeirra um og yfir 0,1 °C/m (1). Eins og áður er getið, er liugsan-
legt, að ört rof ísaldarjökla kunni að eiga nokkurn þátt í þessum
háa liitastigli. Tvær af þessum holum, við Arnarholt og að Tind-
um, eru í 10—15 km fjarlægð frá miklum jarðhitasvæðum, og er
einnig liugsanlegt, að áhrifa þeirra gæti að einhverju á Joessum
stöðum.
d’AFLA I.
Hæð y. s. Dýpi Hitastigull
m m °C/m
Þykkvibær (5) 90 0,093
Arnarholt (20) 240 0,165
Tindar 15 105 0,111
Holtavörðuheiði 340 32 0,054
Þorskafjarðarheiði 460 48 0,034
Vaðlaheiði 570 40 0,033
Þrjár síðustu holurnar lét jarðhitadeildin bora til að kanna hinn
óraskaða liitastigul. Þær eru staðsettar Jrannig, að þær séu sem
lengst frá jarðhitasvæðum og jafnframt í nokkurri hæð, svo að ís-
aldarrofs gæti ekki. Þessar holur eru allar grunnai’, 30—50 m, en
Jjó nægilega djúpar til að mæla megi hitastigulinn í Jreim. Hita-
ástand efstu 10 metranna er að vísu raskað af árstíðasveiflum yfir-
borðshitans, en niður lyrir 10—15 m ná þessar sveiflur ekki að ráði.
Tvær af Jæssum holum, á Þorskafjarðarheiði og á Vaðlaheiði, hafa