Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 40
134
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
2. mynd. Veðurkort kl. 6 GMT 24. okt. 1961. Örvalínurnar sýna flugleiðir
fugla.sem legðu af stað frá Stafangri 23.okt. 1961. I kl. 15, II kl. 18 og III kl. 21.
lenda norðan við ísland, en þeir, sem færu af stað klukkan 21,
enduðu sunnan við það. Leiðir þá af sjálfu sér, að þeir sem legðu
af stað í rökkrinu, eða um klukkan 18, hljóta að hafna á landinu
sjálfu.
I þetta skipti hala fuglarnir alls ekki villzt, enda var bjart veð-
ur á Norðursjónum fram undir morgun, heldur hafa þeir beinlínis
hrakist undan vindinum, sem var á SSV 25 hnútar í fyrstu, en herti
og snerist til suðausturs, þegar lengra kom út yfir hafið og leið á
nóttina, því að þá var djúp og kröpp lægð að nálgast Skotland úr
suðaustri. Þessi lægð hægði á sér suður af Færeyjum og olli austan-
stormi á hafinu austur af íslandi. Fuglarnir berast þá vestur á bóg-
inn, eins og sýnt er á meðfylgjandi korti. Meira að segja er lík-
legt, að þeir sem kynnu að hafa lagt af stað frá Noregi seint um
kvöldið þann 23. næðu til Skotlands og kæmu þangað úr vestri
eftir hálfs annars sólarhrings flug, hraktir og hrjáðir.
Þetta dæmi sýnir ljóslega, hve nrjög farfuglarnir eru háðir vind-
inum, og eins hitt, að þúsundir þeirra hljóta að farast í hafi á
íerðum sínum. En af miklu er að taka, og ekki ferðast þeir allir
sama daginn. Meiri hlutinn kemst sína leið í færu veðri. Stofninn
helzt við og fljótlega fyllist í skörðin.