Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 46
140 NÁTTÚRUFRÆÐING U R1 N N þá óreglulegt og hnúskótt. Ef skaralag er í fönninni og vindurinn nær að grafa niður á það, myndast snjóstabbar með veggbröttum eða slútandi börðum eins og í sandjörð. Er slíkt hið versta færi, sem hugsazt getur, fyrir beltabíla. Þess háttar skaflaflákar urðu stundum á leið okkar á Vatnajökli veturinn 1951. Þar sem vindur er þrálátur við sömu átt, eins og á Suðurskauts- landinu og Grænlandsjökli, leggjast skaflar og rifskaflar í svipaða stefnu undan vindi. — Kalt og þungt loft leitar blátt áfram undan brekkunni ofan af hájöklinum og rifskaflar stefna í sömu átt. J. Eypórsson. Hálfmosar og axlablöð. í annað hel'ti 32. árgangs Náttúrufræðingsins ritar Ingimar Óskars- son smágrein, þar sem gagnrýndar eru nafngiftir mínar á Hepaticae og amphigastria, sem ég hafði í grein í fyrsta hefti 31. árgangs sama tímarits nefnt lifrarmosa og undirblöð, og vill hann nota heitin hálf- mosar og axlablöð. Fyrst vil ég víkja að uppástungu Ingimars um orðið axlablöð, en það orð er notað í háplöntuflórunni um það, sem á fræðimáli er nefnt stipulae. Amphigastria og stipulae eru mynduð á gjörólíkan hátt og eru ekki sambærilegir plöntuhlutar, og líkingu þá, er Ingi- mar telur vera með þeim, get ég ekki komið auga á, og mér er spurn, við hvaða öxl á að kenna amphigastria? Sú röksemd að Danir noti orðið axlablöð um amphigastria finnst mér léttvæg, og væri ekki mikill vandi að fást við nafngiftir í grasafræðinni, ef eini vandinn væri að þýða úr dönsku. Ingimar telur að heitið axlablöð verði við- vaningum fremur til þæginda en liitt, en ég er á alveg þveröfugri skoðun, því til eru blaðfyrirbæri hjá Hepaticae, sem ekki eru ósvip- uð stipulae, en þau eiga ekkert skilt við amphigastria. Mér finnst í alla staði fráleitt að nota axlablöð um ampliigaslria. Ég bjóst við gagnrýni fyrir orðið lifrarmosar, og notaði það kannski ekki sízt þess vegna, því ég vænti þess að bent yrði á eitthvert nothæft orð í staðinn. Ég er sammála Ingimar um það, að orðið er ekki fallegt, og því velti ég lengi fyrir mér ýmsum öðrum orðum, og var um tíma að hugsa um að nota orðið þalmosar, en fannst það ekki nógu rökrétt, en það eru hin reyndar ekki heldur, og jafnvel enn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.