Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 14
108
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
aðar til að afla upplýsinga um hitastigul við yfirborðið. Með hita-
mælingum hefur fengizt allgóð mynd af hitaástandi bergsins undir
nokkrum hluta Reykjavíkur niður á f—2 km dýpi. Meðal annars
liefur fengizt heildarmynd af hitastiglinum við yfirborðið og sýnir
3. mynd jafnhitastigulslínur á efstu 50 metrunum. Hitastigullinn
er stærstur á tveimur svæðum nálægt hinum náttúrlega yfirborðs-
jarðhita við Þvottalaugarnar og Rauðará. Svæðið við Rauðará er
stærra um sig og það hefur komið í ljós, að þar er aðaluppstreymis-
svæði heita vatnsins, þó að þar væri aðeins óveruleg volgra áður
fyrr.
Skýringin á þessum háa yfirborðshitastigli á vestara svæðinu er sú,
að lieitt vatn streymir að neðan upp á 150—300 m dýpi, þar sem
það mætir þéttari berglögum og dreifist út. Berghitinn á þessu
dýpi er allt að 120°C og lækkar síðan nokkuð jafnt upp á yfir-
borðið. Margar hinna eldri og grynnri borhola sækja vatn sitt í
þessi lög á 150—300 nr dýpi.
Á 3. mynd er einnig sýnd lína, sem er nátengd jarðfræðilegri
byggingu svæðisins. Það hefur konrið í ljós, er mælingar voru gerð-
ar á þyngdar- og jarðsegulsviði á þessu svæði eins og oft er gert
til að kanna jarðfræðilega byggingu, að þyngdarsviðið revndist
nrun sterkara austan við þessa línu en vestan (6), og einnig reyndist
segulsviðið veikara austan við lrana en vestan. Sennilegsta skýring-
in á þessu er sú, að austan við þessa línu sé stórt berginnskot, lík-
lega nokkur hundruð metra þykkt, sem er þyngra í sér en bergið
í kring og einnig segulmagnað í öfuga sfefrui við núverandi
stefnu jarðsegulsviðsins. Athuganir á hita í borholum báðunr meg-
in við þessa línu benda til þess, að heita vatnið streynri upp aðal-
lega vestan við þetta berginnskot. Mælingar á liita í 4 borholunr
á þessu svæði eru sýndar á 4. mynd, en lega holanna á 3. mynd.
Til samanburðar er sýndur eðlilegur berglriti eins og hann gæti
verið á ótrufluðum svæðum. Ein þessara hola er vestan við, en
þrjár austan við fyrrnefnda línu. Sú að vestan, sem merkt er G-4,
er um 2200 m á dýpt og liggur á aðaluppstreymissvæði heita
vatnsins. Hitinn vex upp í 115°C á um 250 nr dýpi og síðan hægar
upp í um 145°C á um 1300 m dýpi. Úr þvi breytist lrann lítið
sem ekkert á neðstu 900 metrunum. Hinar þrjár holurnar, sem
merktar eru G-10, Sundlaugar og Grensásvegur, eru sennilega allar
boraðar í fyrrnefnt berginnskot, og í þeim vex hitinn hægar í