Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 39
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 133 skammt undan strönd Noregs, og hvasst, þegar utar dró. Má áætla vindhraðann í flughæð fuglanna 25 til 30 hnúta fyrst um kvöld- ið. En um miðnættið, þegar búast má við, að orðið sé alskýjað á leið þeirra, er hann orðinn 35 til 40 hnútar. Um nóttina færðust skilin norður eða norðaustur á bóginn og lágu nálægt Færeyjum um það leyti, sem fuglasveiminn hefur borið þar að, eða það af honum, sem ekki liefur auðnast að lenda á Hjaltlandseyjum, Orkneyjum eða nyrzt í Skotlandi. Klukk- an er þá um 6 að morgni 8. október. Þá var SSA 4 vindstig í Tors- havn, rigning og 400 m skyggni. Sennilega er svona vont veður á löngu belti við skilin. Vestan við þau er bjartara, skyggni allgott og sér til lofts. Nú er tvennt til, þegar fuglahóparnir mæta þessu dimmviðri, að þeir sveigi til liliðar meðfram því eða haldi stefnunni inn í það. Velji þeir fyrri kostinn, hljóti þeir að beygja undan vindi í norð- lægari stefnu og komast þá nálægt íslandi syðst við Austfirði. En ef þeir halda inn í þokuna og regnið við skilin, missa þeir sennilega áttirnar fljótlega og flögra þá meira og minna stefnulaust. Sumir ná landi í Færeyjum, aðrir komast suðvestur úr regnbeltinu, ná réttum áttum og lialda líklega áfram vestur í haf, en nokkur hluti þeirra hlýtur að berast með vindinum í villu sinni norðvestur að íslandi og koma þá að landi í Skaftafellssýslum. Þegar seinni fuglahópurinn kom, voru einnig suðaustlægir vind- ar milli íslands og Vestur-Evrópu, þó nokkuð breytilegir, en yfir- leitt sterkari en í fyrra skiptið. Klukkan 18 hinn 23. október var SSA 3 vindstig í Stafangri,, skyggni 30 km, lítið eitt af lágskýjum og nokkuð af hærri skýjum.. Fyrr urn daginn og næstu daga á undan hafði verið hvassara þarna, meira skýjað og rigning öðru hverju. Fuglarnir hafa því lagt af stað, þó að vindurinn væri ekki hagstæður, orðnir óþreyjufullir að bíða byrjar. Sé áætlað, að flughraðinn sé 20 hnútar, að í flughæð sé vindhraðinn 80% af þrýstivindinum og stefni 20 bogagráður til vinstri við þrýstilínurnar og flugstefnan sé beint frá Stafangri til Petershead, er auðvelt að reikna út flugleiðina. Það kemur í ijós, að hún verður mjög mismunandi eftir því, hvenær lagt er af stað. Vindhraðinn og stefnan breytast svona ört á svæðinu, vegna þess, að lægðirnar, sem hvoru tveggja stýra, fara svo hart um þetta leyti. Fuglar, sem legðu upp klukkan 15 um daginn, mundu

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.