Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1962, Page 36
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN eins örugg og sú, sem gerð er á tré, sem brann þegar vikurlagið féll. Raunar liafði ég löngu áður, í ritgerð minni Laxárgljúfur and Lax- árhraun, reynt að ákvarða aldur þessa öskulags út frá minni tefró- krónólogíu og komist að þeirri niðurstöðu (op. cit. bls. 11), að lag- ið væri ,,not less tlian 2500 — probably nearer 3000 years old“. Kem- ur það skrambi vel heim við síðustu aldursákvörðunina. Þess er og að geta, að í djúpu holunni áðurnefndu, á bakka Rangár, er um 70 cm vikurlag, gulbrúnt neðantil, brúnsvart ofantil, um 30 cm ofan við H3. Neðst í því voru viðarkolamolar og virðist hafa verið þarna kjarrlendi er þetta lag féll. Þessir kolamolar voru einnig ald- ursákvarðaðir í Stokkhólmi (St. 814) og reyndist aldur þeirra 2660 ± 80 ár. Þetta vikurlag er að finna t. d. í Hreppunum. Það þarf ekki að rökstyðja það, að hvert nýtt sæmilega öruggt ártal í jarðsögu okkar er mikils virði, því án tímatals hangir sú saga í lausu lofti. C14 aðferðin er sent stendur öruggasta aðlerðin, þegar um er að ræða síðustu áratugþúsundirnar,og hér á landi er sérstaklega heppilegt að tengja hana tefrókrónólógíunni eða öskutímatalinu, því þegar búið er að aldursákvarða útbreitt öskulag, má nota það til aldursákvörðunar hvar sem það er að finna og spara með því C14 ákvarðanir, sem eru bæði dýrar og tímafrekar. ísland hefur hér sér- stöðu, sem sjálfsagt er að færa sér í nyt. HEIMILDARRIT - REFERENCES 1. Einarsson, Th. ancl Tómasson, H. (1962): Búrfell. Ceneral Geology. The State Electricity Authority, Reykjavík (Minteographed). 2. Preston, R. S., Person, E., and Veevey, E. S. 1955: Yale natural carbon measurements II. Science 122 : 954—960. 3. Thorarinsson, S. 1951: Laxárgljúfur and Laxárhraun. A tephrochrono- logical study. Geogr. Ann. Stockh. 33: 1—89. 4. Thorarinsson, S. 1952: Hverfiall. Náttúrufræðingurinn 22: 113—129: 145-172. SUMMARY: Trees buried in Hverfjall and Ilekla tephra by Sigurdur Thorarinsson Museum of Natural History, Reykjavik. The author describes tube-formed hollows left by trunks and branches of birch trees, embedded in the tephra layer from the explosion crater Hver-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.