Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 26
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Noregi með mjög góðum árangri. Mjög víða virðast þessir stofnar þrífast eins vel og í heimkynnum sínum, sem eru skammt sunnan heimskautsbaugsins. Engin regla er án undantekninga, og þegar hér hefur verið talað um norðlæga staði, er venjulega átt við staði nálægt sjávarmáli. En fari menn upp til fjalla til frætínslu, gildir það sama og að menn flyttu sig norður á bóginn. Skal því sagt frá einkennilegu dæmi. í Colorado í Bandaríkjunum vex lágvaxin og seinvaxin fura í mikilli hæð. Þessi tegund, broddfuran (Pinus aristata, Engelm) er aðeins til á mjög takmörkuðu svæði í Klettafjöllunum og vex hún í mikilli hæð, um 3000 metra yfir sjó. Hún var fyrst flutt hingað til lands, svo að nokkru nam, árið 1905, og var fræinu sáð á Hallormsstað. Broddfuran óx mjög hægt og hún er enn ekki nema um 5—7 metrar á hæð eftir nærri 60 ár. En fyrir nokkrum árum fór hún að bera blóm og síðan hefur hún borið þroskuð fræ nærri því á liverju ári. Af þessu dæmi er ljóst, að til munu vera staðir hátt til fjalla á ýmsum suðlægari stöðum heims, þar sem gróðurskilyrði eru ekki óáþekk því sem hér er sums staðar. Auk broddfurunnar hefur fjallafura tekið alveg eðlilegum þroska i ýmsum stöðum hér á landi. Hún er fjallatré sunnan úr Alpa- fjöllum, en því miður er allt á huldu um uppruna hennar, því að bæði fræ og plöntur komu í byrjun aldarinnar frá Danmörku, og þar var ekki hirt svo mjög um upprunann á þeim tíma. Frœþroski erlendra trjdtegunda. Ýms fleiri dæmi mætti nefna um vöxt margra annarra trjáteg- unda, en í stað þess skal vikið að öðru atriði, sem er ekki síður þýðingarmikið en vöxturinn. Þegar trjátegundirnar bera fræ með hæfilegu árabili, er það merki þess, að þær geti haldið áfram að lifa og auka kyn sitt í hinum nýju heimkynnum. Þess var áðan getið, að broddfuran ber fræ nærri árlega alveg á sama Iiátt og hún gerir í heimkynnum sínum. En blágrenið á Hallormsstað, sem að öllum líkindum er ættað af svipuðum slóð- um og broddfuran, hefur einnig borið þroskað fræ nokkrum sinn- um. Til er orðið töluvert af ungum trjám og plöntum, sem eru afkvæmi blágrenitrjánna. Á Stálpastöðum eru t. d. allmörg íslenzk

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.