Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 28
122
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
3. mynd. Alaskalúpína. Gróðursett í öríoka mel úrið 1958.
Ljósm.: Þorsteinn Jóseísson.
Niðurlag.
Af því, sem hér hefur verið sagt, lilýtur að vera ljóst, að þar
sem unnt er að sækja plöntur til ákveðinna staða í Alaska og
Noregi, og jafnvel til héraða við Hvítahafið, með þeim árangri,
að þær ná mjög svipuðum þroska og í heimkynnum sínum, liggur
beint við að draga þá ályktun, að gróðurskilyrði íslands séu mjög
áþekk gróðurskilyrðum þessara staða.
Þessi héruð eru nánar tiltekið suðurströnd Alaska og fjöllin
upp af henni frá Yakutat til Alaskaskagans, svo og nyrðri hluti
Nordlandsfylkis í Noregi, norður að Tromsö. Ennfremur koma
ýmsir staðir til greina umhverfis Hvítahafið í þessu sambandi, svo
og nokkrir staðir á Kamtsjatka.
Á nefndum slóðum í Alaska vaxa alls um eða yfir 1000 teg-
undir háplantna, í Noregi um 700 tegundir og svipað magn við
Hvítahafið. Þá má og taka fram, að á þessum slóðum er unnt