Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 3
Náttúrufr. - 32. árgangur - 3. hefti - 97.—144. siða - Reykjavik, október 1962
Eypór Einarsson:
Ólafur Davíðsson
1862 - 26. febrúar - 1962
Hinn 26. febrúar síðastlið-
inn voru liðin 100 ár frá fæð-
ingu Ólafs Davíðssonar, en
hann fæddist að Felli í Sléttu-
lilíð árið 1862. Foreldrar Ólafs
voru síra Davíð Guðmunds-
son, prestur að Felli, síðar pró-
fastur að Hofi í Hörgárdal, og
Sigríður Ólafsdóttir Briem,
kona hans. Náfrændur Ólafs í
föðurætt voru þeir Jón Árna-
son, bókavörður og þjóðsagna-
safnari, Sigurður Guðmunds-
son, málari, og Guðmundur
Magnússon, prófessor; en
Valdemar Briern, vígslubisk-
up, var móðurbróðir hans.
Ólafur settist í 2. bekk lærða
skólans í Reykjavík haustið
1877 og lauk þaðan stúdents-
prófi vorið 1882. Strax frá
upphafi skólagöngu sinnar
virðist hann hafa haft gaman að náttúrufræði, því í bréfi til
föður síns frá vorinu 1878 skrifar hann, að af öllum námsgreinum
þyki sér mest gaman að grasafræði, og það jafnvel jró kennsla í henni
sé vesæl hér í skólanum, eins og hann segir. Annars hefur liann