Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RIN N
103
Hitastigullinn nálægt yfirborði jarðar getur raskazt af ýmsum
orsökum, og mun sú algengasta hér á landi vera vatnsrennsli. Heitt
vatn leitast við að streyma upp á við og hitar þá upp bergið í kring
um sig. Getur þetta valdið því, að hitastigullinn hækki við yfir-
borðið, og má þannig með mælingu á honum fá vísbendingu um
rennsli heits vatns neðanjarðar, þó að engin önnur jarðhitamerki
séu á yfirborðinu. Fleira getur og valdið truflun, t. d. hefur verið
á það bent af Gunnari Böðvarssyni, að mjög ört rof ísaldarjökla
gæti valdið nokkurri liækkun á hitastigli á láglendi hér á landi (1).
Þessi atriði og önnur skyld eru tekin til fyllri meðferðar í (1), (2)
°g (3)-
Hitamcelingar i borholum.
Undanfarin ár hafa verið gerðar allvíðtækar mælingar á hita í
borholum hér á landi. Hafa þær verið framkvæmdar að verulegu
leyti af jarðhitadeild raforkumálastjórnarinnar, og einnig nokkuð
af Hitaveitu Reykjavíkur. Meginhluti þessara athugana hefur verið
á jarðhitasvæðum á Suðvesturlandi, þar sem mest hefur verið bor-
að, en einnig hafa verið athugaðar holur utan jarðhitasvæðanna.
Á vegum jarðhitadeildar Iiafa verið boraðar fáeinar grunnar holur
á stöðum, þar sem jarðhiti er ekki talinn vera, í þeim tilgangi að
mæla hitastigulinn. Annars má segja, að tilgangur þessara hita-
mælinga almennt sé þríþættur. í fyrsta lagi eru þær liður í leit að
heitu vatni, í öðru lagi eru þær gerðar til að fylgjast með ástandi
jarðhitasvæða og hugsanlegum breytingum á þeim eftir að byrjaA
er að nýta þau, og í þriðja lagi til að kanna almennt hitaástand
berggrunnsins undir Islandi.
I öllum þessurn tilfellum er æskilegt að mæla berghitann í bor-
holu eins og hann var, áður en liolan var boruð. Við borunina
raskast hitaástand bergsins og getur það tekið vikur og jafnvel mán-
uði, áður en holan hefur jafnað sig eftir að hætt er að bora.
Vatnsrennsli eftir borun getur einnig truflað hitaástandið. Verður
því að gæta þess, að holan hafi náð hitajafnvægi við bergið í kring,
ef túlka á hitamælingarnar sem mælingar á berghita.
Þrjár gerðir hitamæla eru einkum notaðar í borholum. Hin ein-
faldasta er hámarksmælirinn, sem er kvikasilfursmælir, er sýnir
hámark þess hita, er hann verður fyrir. Þessir mælar eru léttir og
liðlegir í grunnum borholum, hverum og laugum, en eru óhent-