Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1S7
Blóðþörungur (Haemalococcus pluvialis) t. v. vaxtaform, t. h. dvalarform
(akíneta). (Eftir Smith; ca. 800 x)-
eru allmiklu stærri en frumur þær er áður var lýst, hnöttóttar og
svipulausar og geta því ekki hreyft sig, eins og nafnið bendir til.
í akínetunum þekur hæmatókrómið aila gerð frumunnar. Við
hæfileg skilyrði geta svo akíneturnar spírað þ. e. í þeim myndast
4, 8 eða 16 bifgró, sem synda út þegar akínetuhýðið hefur leystst upp.
Auðséð er af þessu, að kúlurnar sem fundust í fyrri prufunni
(1954) hafa verið akínetur þörungsins.
Annar þörungur sem valdið getur rauðurn litbrigðum er snæ-
þörungurinn, Chlamydomonas nivalis, sem oft finnst í leysingar-
vatni og getur jafnvel þrifist í sólbráði á ís og jöklum. (Sjá Náttfr.
1947, 3. hefti).
HEIMILDARRIT - LITERATUR
Davíðsson, lngóljur. 1947. Eru jöklarnir gróðurlausir? Náttúrufr. 17. árgangur
3. liefti.
Smith, Gilberl M. 1950. Fresh-water algac of the United States (New York-
Toronto-London).
ZUSAMMENFASSUNG
Haematococcus pluvialis Fiotow auf Island gefunden.
von Helgi Hallgrhnsson
Es wird berichtet dass die Griinalge Haematococcus pluvialis in Regen-
pfiitzen auf Felzen in der Niihe von Akureyri die Rotfarbung des Wassers
bewirkt hat. Solche Pfutzen sind einmal im Frúhjahr 1954 zum zweiten Mal
im Herst 1961 gefunden. In jener wurden nur Dauerstadien (Akineten) fest-
gestellt, in dieser nur bewegliche Zellen.