Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 115 fremst af hinum ýmsu þáttum veðurfarsins og hlutfallinu á milli þeirra. Vöxtur og þrif plantna fara líka mjög eftir jarðvegi, og því geta gróðurskilyrði verið ærið misjöfn innan þröngra marka. Nyrzt í tempruðu beltunum er lengd vaxtartímans og hitinn um vaxtartímann sá þáttur gróðurskilyrðanna, sem mest veltur á. Þá kemur úrkoman og loftrakinn og sambandið á milli þessara þátta og lofthitans. Þetta hafa menn gert sér Ijóst fyrir æva löngu með því að gera greinarmun á meginlands- og strandaloftslagi. Tíðni vinda og styrkur þeirra hefur einnig mikil áhrif á allan gróður, en hér er sá hængur á, að þessi áhrif eru lítt mælanleg, og því er mjög erfitt að átta sig á þeim. Jarðvegur ber ávallt keim af því, al' hvaða bergi hann er brotinn, en hér við bætist, að bæði veðráttan og plönturnar móta hann mjög. Eru það einkum trén, sem geta breytt honum sér í vil. Af þessu er ljóst, að menn verða fyrst og fremst að styðjast við upplýsingar um hita og úrkomu ásamt lengd vaxtartímans, þegar bera skal saman gróðurskilyrði tveggja eða fleiri norðlægra staða. Elf þetta þrennt fellur vel saman má huga að öðrum þáttum. Innflntningur nokkurra trjátegunda. Um aldarfjórðungs skeið hafa verið fluttar trjátegundir, runnar, jurtir og grös til landsins á vegurn Skógræktar ríkisins frá ýmsum stöðum heims, þar sem ætla má að veðurskilyrði séu lík og á ís- landi. Fyrir 50—60 árum komu hingað einnig nokkrar trjáteg- undir, sem lifa og vaxa, og vita menn nokkuð um upprunastað sumra þeirra. Skal nú sagt frá ýmsu af því, sem komið hefur í ljós. við ræktun fáeinna tegunda. Það er löngu kunnugt, að þegar trjátegundir eru fluttar frá suð- lægum stöðum til norðlægra, laufgast þær seinna á vorin en þær inn- lendu, jafnframt því sem þær fella laufið seinna á liaustin. Eins er það alkunnugt, að tré, sem eru flutt af norðlægum stöðum til suðlægari, laufgast fyrr en innlendu trén og fella laufin fyrr. tJm nokkur ár hefur því verið veitt eftirtekt, að þegar birki frá Bæjar- stað er flutt norður til Eyjafjarðar, fellir það laufið um hálfum mánuði síðar en birki frá Vöglum í Fnjóskadak Sunnanlands fellir norðlenzka birkið einnig laufið fyrr en hið sunnlenzka. Sýnir þetta, að um tvo ólíka stofna er að ræða.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.