Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
143
Jurtaspjall.
I.
Sumarið 1904 fann Helgi Valtýsson rithöfundur súrsmæru (Ox-
alis acetosa) og lyngbúa (Ajuga pyramidalis) á Seyðisfirði, fyrir
utan Hádegisá uppi undir klettum. Þekkti hann báðar tegundirn-
ar frá dvöl sinni í Noregi, en þar eru þær algengar. Helgi sagði
Stefáni Stefánssyni grasafræðingi frá þessu, en hann taldi helzt að
hér myndi um slæðinga að ræða, t. d. frá Noregi. Svo náði þetta
ekki lengra — að sinni. — En viti menn! Árið 1940 fannst lyng-
búinn villtur í Njarðvík eystra og Loðmundarfirði og síðar í
Mjóafirði og Borgarfirði eystra. Hann er sem sagt góður og gildur
„Áustfirðingur“ og ekkert líklegra en að hann eigi eftir að endur-
finnast á Seyðisfirði.
Víkjum nú að súrsmærunni.
Sumarið 1916 fann Halldór Ás-
grímsson, síðar kaupfélagsstjóri,
þessa tegund við Hvannstóð í
Borgarfirði eystra og síðar fannst
hún í Loðmundarfirði. Ekki er
sagan öll jjar með. 30. júlí 1961
var ég staddur á Seyðisfirði að
skoða garða. Hjónin Gemma og
Harald Johansen sýndu mér garð
sinn. Frú Gemma er blómakona
mikil, ræktar blóm úti og inni og
fer út um hlíðar og hjalla í
blómaleit. „Villiblómin eru svo
falleg,“ sagði hún, „ég dáist t. d.
enn að breiðu snjóhvítra maríu-
vandablóma, sem ég fann í fyrra
við lítinn foss undir Bjólfi, alveg
upp við hamrana. En nú skal ég
sýna þér nokkuð, sem grasafræð-
ingi kemur e. t. v. á óvart.“ Það reyndist orð að sönnu, því að í dá-
litlu steinbeði í garðinum uxu súrsmæra og munkahetta. „Hvar í
ósköpunum náðir þú í súrsmæruna?“ spurði ég. Hún kvaðst hafa
vitað um hana í mörg ár, innan um grjót, a. m. k. á þremur stöð-
um sunnan fjarðarins — utan við Hádegisá og Dagmálaá. Þetta er