Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 20
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Steindórs í Náttúrufræðingnum allt frá 1949 og einnig í Ársriti Ræktunarfélags Norðurlands. Úr því að uppruni íslenzku flórunnar er á þennan veg er aug- Ijóst, að það er alveg út í hött að dæma gróðurskilyrði landsins af tegundum og vexti hins innlenda gróðurs. Hér verður að fara aðrar leiðir. Ingólfur Davíðsson hefur reynt að gera þessu máli nokkur skil í grein í Náttúrufræðingnum árið 1945. Greinin lieitir: „Staða íslands í gróðurbeltaskipun jarðar.“ Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að láglendi íslands „sverja sig í ætt tempruðu belt- anna. Þau liggja rétt. við takmörkin og hafa nokkra sérstöðu, en hálendið er heimsskautaland". Þetta er rétt, þótt óljóst sé, hvað átt er við með sérstöðunni. í stuttri grein er þess enginn kostur að skýra frá hinum einstöku þáttum, sem verka á gróðurskilyrðin, né heldur að gera mikinn greinarmun á ýmsum sveitum eða byggðarlögum. Því verður það, sem á eftir fer, nokkuð almenns eðlis og ekki rætt um hálendi landsins. Leiðir til að kanna gróðurskilyrðin. Ýmsar leiðir eru til þess að kanna gróðurskilyrði landsins. Þær, sem beinast liggja við, eru mjög einfaldar í eðli sínu, þó að jiað geti orðið all umsvifamikið að þræða þær. Fyrst er að afla upplýsinga um veðurfar á ýmsum stöðum heims, þar sem ætla má að það sé líkt og liér. Þegar slíkir staðir eru fundnir er næst að atliuga landslag, jarðfræði, jarðveg og fleira. Að því loknu kemur tvennt til greina. Annað er að sækja ýmsar tegundir plantna til slíkra staða, gróðursetja þær hér á ýmsum stöð- um og fylgjast með vexti þeirra og þroska um allmörg ár. Hitt er að fara til þessara sömu staða, skoða flóru þeirra og bera hana saman við flóru fslands, bæði að því er lýtur að tegundum og fjölda þeirra, svo og að kanna vaxtarhraða og þroska ýmissa teg- unda. Höfuðskilyrðið fyrir því, að hið fyrra megi takast, er að vita ná- kvæmlega hvar hver plöntutegund er tekin, þannig að ávallt megi rekja sig aftur til upphafsstaðarins. Með því móti má bera saman það, sem flutt var, og hitt, sem eftir stóð. Gróðurskilyrðin eru ákaflega margþætt. Þau mótast fyrst og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.