Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 12
106 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hitastigul um 0,033 °C/m, en hin þriðja, á Holtavörðuheiði, hefur nokkru hærri hitastigul, 0,054 °C/m. Þó að þessar niðurstöður nái enn aðeins til fárra staða, benda þær þó til þess, að þótt hitastigull sé víða óvenju hár hér á landi, er hann a. m. k. sums staðar ekki hærri en gengur og gerist annars staðar á jörðinni. Mosfellssveitarsvœðið. Þetta svæði er tvískipt eftir yfirborðsjarðhita í Suður-Reykja- svæðið og svæðið við Reykjahlíð í Mosfellsdal, sem liggur um 2,5 km norðar. Á þessum svæðum hafa verið boraðar alls um 70 holur á árunum 1933—1954, og eftir það ein mjög djúp hola árið 1958. Eldri holurnar eru mest rúmir 600 m á dýpt, en sú nýj- asta er 1380 m. í flestum þessara hola hafa verið gerðar ýtarlegar hitamælingar, bæði af Hituveitu Reykjavíkur og jarðhitadeild raf- orkumálastjórnarinnar. Á 2. mynd eru sýndar hitamæl- ingar í dýpstu holunni við Suður- Reyki, gerðar með termistorhita- mæli. Gera má ráð fyrir, að hol- an hafi nokkurn veginn náð hita- jafnvægi við bergið í kring, er mælingin var gerð, að undantekn- um efstu 4—500 metrunum, þar sem lítils háttar vatnsrennsli kann að hafa átt sér stað. Hitinn nær hámarki um 98° C á um 670 m dýpi, en lækkar þar fyrir neðan í 90° C. Síðan er hann stöðugur niður á um 1200 m, þar sem hann byrjar að vaxa aftur. í eldri hol- unum á S-Reykjasvæðinu hafði hiti mælzt hæstur um 98° C á um 4—500 m dýpi. I Mosfellsdalnum er hitinn yfirleitt 5—10° C lægri en á S-Reykjum. Ekki hefur tekizt að fá greinilega mynd af rennsli heita vatnsins á þessum svæðum, en sennilegt er, að það sé að verulegu leyti bundið við lárétt lög. Líklegt er einnig, að hitinn á þessum svæð- 2. mynd. Hiti í borholu G-1 á S-Reykj- um í Moslellssveit.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.