Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
væri ef til vill spilltara, og sjóndeildarliringurinn svo miklu víðari
en heima.
Fyrirlestra mun hann ekki hafa sótt mjög fast, en verið þess tíðari
gestur á bókasöfnum og öðrum fræðistofnunum. Töluvert hefur
hann lesið um náttúrufræði og þá ekki sízt um fyrri rannsóknir á
náttúru íslands, en kannski minna af því efni, sem ætlað var til
prófs, því hann var vísindamaður og grúskari að eðlisfari og lagði
stund á fræði sín í því skyni einu að fræðast. Hann dró nefnilega
þann dilk á eftir sér, eins og hann kemst sjálfur að orði, „að vera
að grúska í öllum fjandanum."
Mest fékkst hann þó, eins og fyrr, við alls konar þjóðleg fræði,
íslenzka siðmenningu, venjur og sagnir, en á því sviði hggur eftir
liann geysimikið starf og liefur þar varla nokkur verið honum fremri
um hans daga. Hann birti fjölda greina, bæði í íslenzkum blöðum,
og innlendum og erlendum tímaritum, en aðeins fáar þessara greina
fjalla um náttúrufræði. Þar að auki reit hann heilar bækur, stór
verk: íslenzkar gátur, skemmtanir, víkivaka og jrulur; Galdur og
galdramál á íslandi, og safnaði aragrúa þjóðsagna, en þær og galdra-
bókin kornu ekki út, fyrr en löngu eftir lát hans. Hvert þessara verka
um sig, nægir til að varðveita nafn Ólafs Davíðssonar frá gleymsku
um ókomin ár.
Einhver óregla hefur verið á honum annað veifið í Höfn, eink-
um hin síðaii árin, þó hann geri ekki mikið úr því sjálfur. En sök-
um fágæts þreks og hestaheilsu virðist það engin áhrif hafa haft á.
hann, því þess á milli vann hann af kappi og starfsþrekið var fá-
gætt. Hann var einnig sagður aðdáanlega fljótur að skilja, setja sig
inn í og átta sig á liverju því, sem hann fékkst við, en það var
margt.
Árið 1897 kemur Ólafur Davíðsson svo alkominn heim til íslands,.
próflaus að vísu, en flestum mönnum betur að sér um íslenzka nátt-
úru og náttúrurannsóknir, einkum það, sem laut að grasafræði, og
þekktur fræðimaður á sviði íslenzkra þjóðfræða. Hann settist að hjá
föður sínum að Hofi í Hörgárdal, skammt frá Möðruvallaskóla, en
meðal kennara þar þá var Stefán Stefánsson. Auk þess dvaldi hann oft
hjá bróður sínum, Guðmundi, bónda á Hraunum í Fljótum.
Næstu árin vann Ólafur þau störf, sem skipa honum öruggan
sess meðal brautryðjenda í íslenzkri grasafræði. Hann tók að safna
plöntum; í nágrenninu til að byrja með, síðan um allan Eyjafjörð og