Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1962, Blaðsíða 6
100 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Skagafjörð, en miklu minna í öðrum landshlutum, vegna féskorts til langferða. Það voru ógrynni af plöntum, sem Ólafur safnaði, bæði æðri og þó sérstaklega lægri plöntum, og kvað mest að söfnun lians síðustu árin, sem liann lifði. Hann mun hafa safnað meiru af lægri plöntum, einkum sveppum, fléttum og mosum, en nokkur einn rnaður annar á íslandi fram til hans daga, og þekkt þær og út- breiðslu þeirra öllum öðrum betur. Á þessum ferðum sínum fann hann fjöldann allan af lægri plöntum, sem höfðu ekki fundizt áður á íslandi og allmargar nýjar fyrir vísindin. En Ólafur birti ekki sjálfur niðurstöður þessara rannsókna sinna, heldur sendi gögn sín til Hafnar til sérfræðinga, sem hann áleit sér færari, og mun af þeim sökum ekki rétt rnetinn af mörgum. Árið 1903 birtust tvær greinar um íslenzkar lægri plöntur í danska tímaritinu Botanisk Tidsskrift, önnur um fléttur eftir J. S. Deichmann Branth, hin um sveppi eftir Emil Rostrup. í flétturitgerðinni eru taldar 233 fléttur frá íslandi, en í formála greinarinnar segir, að Ólafur Davíðs- son hafi skrilað Jrað, sem þar er sagt um útbreiðslu 76 þeirra, eða tæplega þriðjungs, auk þess sem hann hafi safnað miklu af öðrum gögnum til greinarinnar. í sveppagreininni er sagt frá 543 íslenzk- um sveppum, og 423 Jreirra hafi fundizt hér, síðan síðasta ritgerð um íslenzka svepjDÍ birtist, en J^essi gífurlega aukning þekktra teg- unda sé fyrst og fremst að Jrakka hinni ótrúlegu elju Ólafs Davíðs- sonar við söfnun gagna. í formála ritgerðar um íslenzka mosa, eftir August Hesselbo, sem kom út í Höfn 1918, er Ólafs einnig getið sem merks og duglegs safnara gagna, einkum á Norðurlandi. Af Jressu má sjá, að skerfur Ólafs til rannsókna á íslenzkum lægri plönt- um er mjög þýðingarmikill, þó liann hafi ekki skrifað neinar grein- ar um rannsóknir sínar sjálfur, heldur lagt öll sín gögn í hendur öðrum mönnum. Honum mun hafa verið fyrir mestu, að niður- stöður hans yrðu birtar, en talið minna máli skifta, þó hann birti Jiær ekki sjálfur. Til eru í handriti, sem nú er í eigu Náttúrugripasafnsins, drög að íslenzkri flóru, Flora Islandica, eftir Ólaf Davíðsson. Þau eru í þremur bindum, hið fyrsta um blómplöntur, annað um byrkninga og mosa og hið þriðja um fléttur, þörunga og sveppi. Á titilblaði allra bindanna stendur ártalið 1897, svo Ólafur hefur byrjað á Jressu verki sama árið og hann kom heim. í Jressu liandriti er að finna allar íslenzkar plöntutegundir, sem honum voru kunnar, fund-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.