Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 35
því er hraungerdi heitir“. Ekki er vitað til
að bær með þessu nafni hafi nokkru sinni
verið til í Landbroti, enda getur máldaginn
aðeins um „land“, ekki bæ eða bújörð.
Hraungerði er hins vegar bær í Alftaveri.
Af því að Hraungerði, það er máldaginn
nefnir, er talið um leið og Dalbær og
Uppsalir gæti hugsast að það væri sú jörð
sem nú heitir Hraunkot, en aðeins ein jörð
(Fagurhlíð) er þar á milli (2. mynd). Þar
hafi á þessum tíma ekki verið byggt ból en
vel nýtanlegt land. Ekki er vitað hvenær
fyrst var byggt í Hraunkoti. Annað er svo
það að í athugasemdum við þessa mál-
daga, sem virðast skrifaðar af Jóni Sig-
urðssyni, er fullyrt að um sé að ræða
Eystri-Dalbæ. Ekki fæ ég séð að það sé
stutt haldbærum rökum. Höfundur athuga-
semdanna telur að það álit að um Ytri-
Dalbæ sé að ræða „sé á getgátu einni
byggt“. Það er hins vegar staðreynd að í
báðum þessum tilfellum er um getgátur að
ræða og hæpið hvort nokkru sinni verði úr
skorið. Rökin fyrir að um Eystri-Dalbæ sé
að ræða eru talin þessi: Að sú jörð sé stærri
þegar Hraungerðisland sé talið með, að
Uppsölum hafi oft verið slegið saman við
Dalbæ og í þriðja lagi að Eystri-Dalbæ sé í
jarðabókum (ekki tilgreint hverjum) reikn-
aður reki. Fjara er ekki nefnd. Ærið veik
eru þessi rök. Um þetta Hraungerðisland
er ekkert vitað. Annað sem höfundur
athugasemdanna fullyrðir er að Landbrot
heiti Nýkomi samkvæmt Landnámabók,
en þar stendur aðeins „fyrir ofan Nýkorna"
samkvæmt Landnámabók, án þess að láta
þess getið hvað það sé. Um þá fullyrðingu
að um Landbrot sé að ræða verður ekki
annað sagt en að hún er út í hött. Ekki er
vitað til að Eystra-Dalbæ hafi tilheyrt
fjara, og ekki hefur svo verið á þessari öld.
Staðreynd er hins vegar að Ytri-Dalbær á
fjöru enn í dag. Af þeim sökum sýnist öllu
líklegra að í Landnámu sé átt við Ytri-
Dalbæ (um Nýkoma, sjá síðar). Af því sem
hér hefur verið dregið fram sýnist næsta
ljóst að nokkur byggð hlýtur að hafa verið
í Landbroti urn aldamótin 1000 og nokkru
fyrir þann tíma. 1 máldaga Kirkju-
bæjarklausturs frá 1216-1218 er auk
þeirra bæja sem þegar eru nefndir getið um
Asgarð, Hólm og Þykkvabæ og Þykkva-
bæjarklaustursmáldagi frá 1300 nefnir
eftirtalda bæi: Fagurhlíð, Erpsstaði, Kárs-
staði og Syðri-Vík, en af því má ráða að þá
hafi Efri-Vík einnig verið til. í máldaga
kristbúsins á Uppsölum frá 1368 er getið
um „hátýningamel", en af því má ráða að
þá var byggð komin í Hátúnum. Um 1340
er vitað um eftirtalda bæi í Landbroti:
Ásgarð, Kársstaði, Erpsstaði (síðar Refs-
staði), Hátún, Efri-Vík, Dalbæ, Hraun,
Þykkvabæ, Hólm og Ytri-Dalbæ. Mjög
fornar rústir benda til byggðar í Seglbúð-
um snemma og e.t.v. frá þessum tíma. Af
Svínfellinga sögu (Sturlunga saga, III
1963) er ljóst að byggð var í Tungu á þeim
tíma er þeir ófögru atburðir gerðust á
Kirkjubæjarklaustri sem sagan greinir frá.
Af þessu sýnist ljóst að um miðja 14. öld
voru 13 eða 14 býli í Landbroti. í byrjun
þessarar aldar voru þar 19 jarðir byggðar
en við manntalið 1703 og á 17 jarðanna
eru fleiri en einn ábúandi og á 6 fleiri en
tveir (Björn Magnússon 1973).
Til gamans skal þess hér getið að nöfn
tveggja bæja í Landbroti benda til nafns
landnámsmannsins. Það eru Erpsstaðir,
sem virðast hafa farið í eyði á 14. eða 15.
öld, og Kársstaðir sem fóru í eyði 1950 (3.
mynd). Nafnið Kárr er fornt og bendir það
til landnáms snemma. Það kemur fyrir á
rúnasteinum í Uppland í Svíþjóð (Elmevik
1984) og er þekkt úr okkar fornbókmennt-
um. Að uppruna til mun það auknefni (eins
og Snorri) og þýða hinn (sá) hrokkinhærði.
Síðar verður það Kári. Önnur bæjarnöfn í
Landbroti eru „náttúrunöfn".
Á ýmsu hefur gengið um byggð í Land-
broti á liðnum öldum. Jarðir hafa farið í
eyði en byggst á ný. Sumar hafa horfið
með öllu og hálfgleymdar sagnir og vall-
grónar rústir það eina sem minnir á tilveru
þeirra. Landrými er lítið í sveitinni og
húsakostur þar lengst af rnjög slæmur,
torfbæir ráðandi fram til loka 19. aldar.
Sandfok virðist oft hafa gert mikinn usla,
einkum í byggðinni austanverðri, t.d.
benda lauslegar athuganir til þess að Erps-
staðir hafi eyðst af sandfoki og eins virðist
33