Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 35

Náttúrufræðingurinn - 1995, Qupperneq 35
því er hraungerdi heitir“. Ekki er vitað til að bær með þessu nafni hafi nokkru sinni verið til í Landbroti, enda getur máldaginn aðeins um „land“, ekki bæ eða bújörð. Hraungerði er hins vegar bær í Alftaveri. Af því að Hraungerði, það er máldaginn nefnir, er talið um leið og Dalbær og Uppsalir gæti hugsast að það væri sú jörð sem nú heitir Hraunkot, en aðeins ein jörð (Fagurhlíð) er þar á milli (2. mynd). Þar hafi á þessum tíma ekki verið byggt ból en vel nýtanlegt land. Ekki er vitað hvenær fyrst var byggt í Hraunkoti. Annað er svo það að í athugasemdum við þessa mál- daga, sem virðast skrifaðar af Jóni Sig- urðssyni, er fullyrt að um sé að ræða Eystri-Dalbæ. Ekki fæ ég séð að það sé stutt haldbærum rökum. Höfundur athuga- semdanna telur að það álit að um Ytri- Dalbæ sé að ræða „sé á getgátu einni byggt“. Það er hins vegar staðreynd að í báðum þessum tilfellum er um getgátur að ræða og hæpið hvort nokkru sinni verði úr skorið. Rökin fyrir að um Eystri-Dalbæ sé að ræða eru talin þessi: Að sú jörð sé stærri þegar Hraungerðisland sé talið með, að Uppsölum hafi oft verið slegið saman við Dalbæ og í þriðja lagi að Eystri-Dalbæ sé í jarðabókum (ekki tilgreint hverjum) reikn- aður reki. Fjara er ekki nefnd. Ærið veik eru þessi rök. Um þetta Hraungerðisland er ekkert vitað. Annað sem höfundur athugasemdanna fullyrðir er að Landbrot heiti Nýkomi samkvæmt Landnámabók, en þar stendur aðeins „fyrir ofan Nýkorna" samkvæmt Landnámabók, án þess að láta þess getið hvað það sé. Um þá fullyrðingu að um Landbrot sé að ræða verður ekki annað sagt en að hún er út í hött. Ekki er vitað til að Eystra-Dalbæ hafi tilheyrt fjara, og ekki hefur svo verið á þessari öld. Staðreynd er hins vegar að Ytri-Dalbær á fjöru enn í dag. Af þeim sökum sýnist öllu líklegra að í Landnámu sé átt við Ytri- Dalbæ (um Nýkoma, sjá síðar). Af því sem hér hefur verið dregið fram sýnist næsta ljóst að nokkur byggð hlýtur að hafa verið í Landbroti urn aldamótin 1000 og nokkru fyrir þann tíma. 1 máldaga Kirkju- bæjarklausturs frá 1216-1218 er auk þeirra bæja sem þegar eru nefndir getið um Asgarð, Hólm og Þykkvabæ og Þykkva- bæjarklaustursmáldagi frá 1300 nefnir eftirtalda bæi: Fagurhlíð, Erpsstaði, Kárs- staði og Syðri-Vík, en af því má ráða að þá hafi Efri-Vík einnig verið til. í máldaga kristbúsins á Uppsölum frá 1368 er getið um „hátýningamel", en af því má ráða að þá var byggð komin í Hátúnum. Um 1340 er vitað um eftirtalda bæi í Landbroti: Ásgarð, Kársstaði, Erpsstaði (síðar Refs- staði), Hátún, Efri-Vík, Dalbæ, Hraun, Þykkvabæ, Hólm og Ytri-Dalbæ. Mjög fornar rústir benda til byggðar í Seglbúð- um snemma og e.t.v. frá þessum tíma. Af Svínfellinga sögu (Sturlunga saga, III 1963) er ljóst að byggð var í Tungu á þeim tíma er þeir ófögru atburðir gerðust á Kirkjubæjarklaustri sem sagan greinir frá. Af þessu sýnist ljóst að um miðja 14. öld voru 13 eða 14 býli í Landbroti. í byrjun þessarar aldar voru þar 19 jarðir byggðar en við manntalið 1703 og á 17 jarðanna eru fleiri en einn ábúandi og á 6 fleiri en tveir (Björn Magnússon 1973). Til gamans skal þess hér getið að nöfn tveggja bæja í Landbroti benda til nafns landnámsmannsins. Það eru Erpsstaðir, sem virðast hafa farið í eyði á 14. eða 15. öld, og Kársstaðir sem fóru í eyði 1950 (3. mynd). Nafnið Kárr er fornt og bendir það til landnáms snemma. Það kemur fyrir á rúnasteinum í Uppland í Svíþjóð (Elmevik 1984) og er þekkt úr okkar fornbókmennt- um. Að uppruna til mun það auknefni (eins og Snorri) og þýða hinn (sá) hrokkinhærði. Síðar verður það Kári. Önnur bæjarnöfn í Landbroti eru „náttúrunöfn". Á ýmsu hefur gengið um byggð í Land- broti á liðnum öldum. Jarðir hafa farið í eyði en byggst á ný. Sumar hafa horfið með öllu og hálfgleymdar sagnir og vall- grónar rústir það eina sem minnir á tilveru þeirra. Landrými er lítið í sveitinni og húsakostur þar lengst af rnjög slæmur, torfbæir ráðandi fram til loka 19. aldar. Sandfok virðist oft hafa gert mikinn usla, einkum í byggðinni austanverðri, t.d. benda lauslegar athuganir til þess að Erps- staðir hafi eyðst af sandfoki og eins virðist 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.