Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 50
næst 1,1 mm á ári. Er það meðaltal af 14 mælingum á ýmsum stöðum í Landbroti. Heita má að sama fengist á nokkrum stöð- um á Síðu og í Fljótshverfi. Eg hef þó valið að nota fremur töluna 1 mm þar eð ekki verður við komið mestu nákvæmni hvort eð er. Rétt fyrir ofan Tröllshyl er farvegurinn 120 m breiður. í honum er öskulagið frá gosinu mikla í Öræfajökli 1362 óhreyft og eins er í sama farvegi neðan við hylinn. Af því er ljóst að áin var hætt að renna þar 1362. Annað öskulag kemur hér líka við sögu. Það er gráleitt og hér um 2 cm þykkt. Þessi tvö lög fylgjast að um allt héraðið og eru því afar góð einkennislög. Að jafnaði eru um 12 cm á milli þeirra. Gráa lagið telur Sigurður Þórarinsson (1981) vera komið vestanfrá, fallið um miðbik 13. aldar eða jafnvel 1245. Nú hefur fengist l4C-aldursákvörðun á þessu lagi, gerð í Hollandi og á ég hana að þakka Lárusi Guðjónssyni jarðfræðingi sem þar starfar. Sýni fyrir þessa aldursákvörðun var tekið í mýri við Mjósundstanga suður af Herjólfs- stöðum. Tekið var örþunnt mólag bæði ofan á og undir öskunni og það aldurs- greint. Ákvörðunin (UtC-527) gaf 780±80 l4C ár (BP), þ.e. fyrir 1950 og þar með fengið að askan hafi fallið á tímabilinu 1180-1280. Mat Sigurðar er því innan þeirra tímamarka. Sé nú önnur aðferð notuð, sú að mæla jarðvegsþykkt frá ösku- laginu úr gosinu mikla í Öræfajökli 1362, fæst árið 1242 fyrir gráa lagið. Taki maður sér það frjálsræði að ganga út frá árinu 1230 og telja þaðan 280 mm (=ár) niður á aur í farvegi árinnar fæst árið 950. Það ætti að þýða að eftir það hefði Skaftá ekki fallið í Tröllshyl. Þar með er þó engan veginn sagt að áin öll hafi í einu breytt um farveg þótt höfuðvatnsfallið hafi tekið nýja rás. Nokkuð kann um skeið að hafa fylgt fyrri farvegum, svo sem Ármanns- kvísl, Tungulækur og Ófæra. Það er hins vegar ljóst að þarna varð snögglega mikil breyting, sem varð örlagarík fyrir um- hverfið allt. Farvegir í Landbroti þornuðu, sandfok hófst þar, Stjórnarsandur varð til, en það svæði kann fram að því að hafa verið gróðurlendi. Skjaldbreið eyddist, áin hækkaði landið meðfram Landbroti að austan, lón mynduðust og lækir stífluðust í farvegum sínum. Allt þetta kunna Ketill fíflski og hjú hans að hafa horft á (Jón Jónsson 1994) og jafnvel gefið vatnsfall- inu nafnið Nýkomi en það eitt er sönnun þess að atburðurinn 'varð fyrir augum manna. Enn má í þessu sambandi minna á malarlagið sem er í rofi við Rás við túnið í Ytri-Dalbæ (Jón Jónsson 1978). Staða þess sýnir að það hefur orðið til eftir að þykkur jarðvegur var kominn á hraunið og aldurs- ákvarðanir á mó strax undir mölinni benda til þess að það hafi orðið til lítið eitt fyrir eða snemma á Iandnámsöld. Vart er um annað að ræða en hlaup í Skaftá sem því hafi valdið. Nánari athuganir á þessu svæði eru mjög áhugaverðar og ekki er óhugsandi að þær gætu leitt í ljós merk atriði í elstu byggðasögu landsins. ■ STÖÐUVÖTN OG TjARNlR Stærstu stöðuvötn í Landbroti eru Hæðar- garðsvatn og Víkurflóð. Þau eru ámóta stór en eiga sér ólíka myndunarsögu. Hraun er kringum Hæðargarðsvatn á allar hliðar og að því að suðvestan er allhá brún. Að beiðni minni var vatnið dýptarmælt í desember 1989. Að því verki stóðu þau Jón Hjartarson, Hjörtur Heiðar Jónsson, Ólafur Páll Jónsson, Frosti Jónsson og Sigríður Droplaug Jónsdóttir. Fyrir þetta eru þeim öllum bestu þakkir færðar. Vatnið reyndist ekki djúpt og hvergi inældist í því 6 m dýpi (15. mynd). Ekki sýnist líklegt að botn þess sé hraun. Ofanjarðarrennsli er ekki úr því en neðanjarðar um Þjófakálk til Tunguvatns hins nyrðra og kemur það fram undir Krummanefi. Afrennsli mun það hafa til Skaftár norður af bæ í Hæðargarði. Nokk- urt samband er milli þess og Skaftár því víst er að fyrir kom, a.m.k. hér áður, að jökullitur kom á vatnið við mikla vexti í ánni. Tunguvötnin eru tvö. Syðra vatnið, 48
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.