Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 12
10. mynd. Hraunið (dökkgráít) streymdi frá stuttri gígaröð í um 2200 m Itœð ofan við Uxadal. Hraunið streymdi niður dalinn, niður fyrir Monte Calanna og ofan í Valle di Calanna. Hraunið rann síðan áfram og yfir stíflugarðinn við Portella Calanna og nálgaðist Zafferana. Þegar tekist hafði að stífla hraunhellana sem hraunið rann eftir efst í Uxadal tók það að renna iit yfir Uxadal á ný og mynda annað hraunlag (Ijósgrátt) ofan á hraunið frá fyrri hluta gossins. saman hlóðst hraunið upp á bakvið garð- inn sem stóðst raunina og lét ekki undan. En þann 9. apríl fór hraunið svo að renna yfir garðinn og stefndi nú á ný í átt að Zafferana. Þrír minni varnargarðar sem rutt var upp neðar komu að litlu haldi, en hinn neðsti þeirra var í 770 m hæð, aðeins 1,5 km frá Zafferana. ÁNDSTAÐA VIÐ AÐGERÐIR Ekki voru allir sáttir við þessar aðfarir. Sumir létu í ljós efasemdir um að varnar- garðurinn í skarðinu hefði í raun og veru hægt á hraunánni. Aðrir vöruðu við því að slík hindrun gæti breytt farvegi hraunsins þannig að öðrum bæ væri ógnað. Framan af gekk samvinna sérfræðinga og almannavarna við íbúa Zafferana stirð- lega en eftir marga fundi með íbúunum tókst smám saman góð samstaða um björg- unartilraunirnar. Ný/ar hugmyndir Varnargarðarnir höfðu staðist raunina en samt ekki borið tilætlaðan árangur. Ekkert lát var á gosinu og Zaffarena var enn í stöðugri hættu. Heildarmagn hrauns var orðið um 85 milljón m3 og þakti það u.þ.b. 7 km2. Flatarmálið hafði að vísu ekki aukist verulega frá því í janúar þar sem yngri hraunkvíslarnar runnu að mestu út yfir eldri hluta hraunsins. Hraúntungan sem ógnaði Zafferana mjakaðist stöðugt nær bænum. Þann 20. apríl var hún í innan við 1 km fjarlægð og hafði þá þegar grand- að tveimur húsum. Þá komu fram hug- myndir um að breyta farvegi hraun- straumsins mjög ofarlega í fjallinu, þ.e. í ofanverðunr Uxadal. Með því að veita hrauninu út yfir eldri hluta hraunsins í Uxadal mætti koma í veg fyrir frekari að- færslu hrauns til lengstu hrauntungunnar og hugsanlega bjarga Zafferana. SpRENGÍEFNI OG STEINSTEYI’A Skammt neðan við gosstöðvarnar rann allt hraunið í einni lokaðri rás með fáeinum opum í þakinu. Gerð var áætlun um að grafa eða sprengja skurð út frá hraunrás- inni skammt ofan við eitt opanna á þakinu. 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.