Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 13
11. mynd. Stórvirkar vinnuvélar og þyrlur voru notaðar í tilraunum til að hemja hraunflóðið. I haksýn er snævi þakinn tindur Etnu. Ljósm. Carsten Peter. Síðan átti að stífla hraunrásina með því að varpa stórum steinsteypublokkum ofan í hana gegnum opið. Þannig var ætlunin að opna hraunrennslinu nýja leið út yfir Uxadal og stöðva hraunstreymið niður eftir gamla farveginum í átt að Zafferana. Sérsveitir hersins gerðu strax tilraunir með sprengingar. í Ijós kom að blöðrótt og frauðkennt efnið í veggjum hraunárinnar dró mjög úr sprengikraftinum. Ur því var bætt með því að koma fyrir stálplötum milli sprengiefnisins og bergsins. Fyrsta tilraun Fyrsta tilraun til að breyta farvegi hraun- árinnar var gerð 21. apríl 1991 f 2100 m hæð, 750 m frá gosstöðvunum. Alls var 28 stórum steypublokkum komið fyrir um- hverfis op á hraunrásinni og voru þær tengdar saman með stálkeðjum sem mynd- uðu eins konar net yfir stórum hluta opsins. Ætlunin var að varpa síðan stórum steinsteypuplötum úr þyrlum ofan á netið og áttu þær að draga með sér alla dræsuna niður í hraunána. Um leið átti með spreng- ingum að ryðja töluverðu magni af storkn- uðu hrauni ofan í hraunána og þetta til samans skyldi stífla hana. í fyrstu var sex steypuplötum varpað úr þyrlum niður á netið. Tvær hittu ekki, heldur féllu beint niður í hraunána og flutu burt. Hinar fjórar sátu kyrrar á netinu án þess að hreyfa það. Þyrlurnar bættu þá fleiri þungum steypublokkum við og að síðustu lentu II af 28 keðjutengdum steypuklumpum í hraunánni. Þá var sprengt og lil viðbótar féllu tæplega 100 m3 af storknuðu hrauni í ána. Strax hækk- aði í hraunánni, opið í þakinu fylltist og dálitið magn hrauns rann út um annað op sem var um 40 m ofar. Annað gerðist ekki og hraunið rann áfram í átt til Zafferana. Tilraunin hafði mistekist. Hraunáin virtist skiptast í tvær greinar skammt neðan við tilraunastaðinn og líklega höfðu steypu- blokkirnar stíflað aðra kvíslina að mestu en hraunrennsli hélt áfram um hina. Önnur tilraun Ekki gáfust menn upp við þetta og reyndu á ný að stífla hraunrásina. Að þessu sinni voru ekki notaðar keðjur, heldur sex þrí- 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.