Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 14
arma járnkrossar, sem sam-
anstóðu af þremur 2 m löng-
unt járnstöngum sem soðnar
voru saman hornrétl hver á
aðra. Krossarnir áttu að þola
hitann í hrauninu í u.þ.b.
tvær klukkustundir. Þeim var
ætlað að krækjast fastir í
hraunánni og halda síðan
kyrrum steypublokkunum
sem á eftir fylgdu. Hrauninu
var síðan ætlað að renna út
um gat á vegg hraunrásar-
innar og síðan eftir skurði,
sem grafinn var með hand-
afli og sprengingum. Svo illa
vildi til að við eina spreng-
inguna féll hluti af krossum
og steypum blokkum niður í
hraunána fyrr en áætlað var.
Yfirborð hraunsins hækkaði
strax um 1,5 m, nokkuð af
hrauni flæddi út í skurðinn
en síðan féll allt í sama farið
aftur. Önnur tilraun hafði
mistekist.
Þriðja tilraun
Hinn 3. maí var enn hafist
handa við að grafa nýjan
skurð til að veita hrauninu í
aðra átt. Að þessu sinni voru
notaðar þungavinnuvélar, en
umhverfisverndarsinnar og
forráðamenn Etnuþjóðgarðs-
ins höfðu áður harðlega mót-
mælt notkun þeirra og koinið
í veg fyrir hana. Nýi skurður-
inn var hafður dýpri en
sjálfur hraunfarvegurinn og
var skilið eftir þriggja metra
þykkt haft milli hans og
hraunárinnar. Að öðru leyli
12. mynd. Lokatilraunin. Efsta myndin sýnir skurðinn sem grafnm var upp að hraunánni.
Vinstra megin hefur sprengihleðslum verið komið fyrir og járnkrossar og steypublokkir
eru til reiðu við hraunána. Á miðmyndinni er búið að sprengja og megnið af hrauninu
streymir eftir nýjum farvegi. Beltagrafa ryður efni út í haunána til að stífla hraunpípuna.
A neðstu myndinni er allt hraunið komið í nýjan farveg.
60