Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 16
var tilraunin eins og hinar fyrri og notaðir voru járnkrossar, steypublokkir og sprengiefni. Þann 22. maí, þegar skurðurinn var enn ekki tilbúinn, gerðist það að haftið milli skurðarins og hraunárinnar lét undan og hraun flæddi í skurðinn. í fjóra daga rann tæplega helmingur hraunárinnar eftir skurðinn en þá stíflaðist hann og enn féll allt í sama farið. Efst í veggjum hraunár- innar var storkið hraun en í neðri hlutan- um reyndist vera laus gjóska sem hafði gefið sig. Lokatilraun Reynslunni ríkari hófust menn handa enn á ný. Grafinn var nýr skurður alveg við hliðina á hinum fyrri. Að þessu sinni tókst að ljúka við skurðinn sem var 10 m breiður og náði 7 m niður fyrir yfirborð hraun- árinnar (12. mynd). Veggurinn sem hélt að hraunánni var nú 2,5 m þykkur og 11 m hár. Hann var einangraður með steinull til að bægja frá hita. Sjö tonnum af sprengi- efni var komið fyrir í kössum sem stóðu á 50 cm þykku lagi af steinull. Við efsta hluta veggjarins var komið fyrir mörgum smáum skömmtum af sprengiefni í þeim tilgangi að mylja hraunið þannig að engir stórir steinar úr því gætu stíflað nýja farveginn. Hinn 27. maí var sprengt skarð í vegg hraunárinnar og strax á eftir ruddu þunga- vinnuvélar 11 keðjutengdum járnkrossum og stórum hraunblokkum út í hraunána. Hver kross var bundinn við stein með keðju og bæði krossarnir og keðjurnar áttu að þola hitann nógu lengi til að blokkirnar næðu að festast. Við þessar aðgerðir fóru un 2/j-hlutar hraunrennslisins í nýja far- veginn. Þar sem stærð og lögun nýja far- vegarins var vel þekkt gátu menn nú metið hraunrennslið ansi nákvæmlega og var það um 20 mVsek. Þann 29. maí var fleiri stórum steinblokkum varpað í hraunána ásamt miklu magni af lausu efni. Við það virtist gamli farvegurinn stíflast alveg og öll hraunáin rann nú eftir nýju leiðinni. Við þetta þornuðu upp allar kvíslar sem runnu niður í Valle di Calanna. Hin nýja hrauná rann niður í suðurhluta Uxadals, greindist þar í margar kvíslar og fór ekki lengur úl fyrir dalinn og var svo allt til loka gossins. Þeir hrauntaumar sem runnu lengst í gosinu stöðvuðust um 500 m frá Zafferana. Um 1. júní 1992 dró úr hraunframleiðsl- unni sem var eftir það var um 7 m3/sek allt þar til gosinu lauk mars í 1993. ■ HELSTU HEIMILDIR Barberi, F. & L. Villari 1995. Volcano moni- toring and civil protection problems during the 1991-1993 Etna Eruption. í The Euro- pean laboratory volcanoes. Workshop pro- ceedings, Aci Castello (Catania), 18-21 June 1994 (ritstj. F.Barberi, R. Casale & M. Fratta), European Commission, European Science Foundation, bls. 40-48 Boeri, S. 1992. Prova del Fucco. Panorama, 26. apríl 1992, 38-43. Milano. Bousquet, J.C., G. Lanzafame & C. Paquin 1988. Tectonic stresses and volcanism: in situ measurement and neotectonic investiga- tions in the Etna area (Italy). Tectonophysics 149. 219-231. Chester, D.K., A.M. Duncan, J.E.Guest & C.J.R. Kilburn 1985. Mount Etna. The Anatomy of a Volcano. Chapmann and Hall, London, 404 bls. Cululi, M.G., A. Sciacca & M. Sestini 1992. Etna, vivere a Zafferana. Epoca, 22. apríl, bls. 38-45. Cutuli, M.G., V. Feltri & G. Lolli 1992. Etna, quanti erroro sotto il vulcano. Epoca, 29. apríl, 20-31. Ghisetti, F. & L. Vezzani 1982. Different style of deformation in the Calabrianarc (Southcrn Italy): Implications for seismotectonic zon- ing. Tectonophysics 85, 148-165. Rutten, M.G. 1969. The Geology of Western Europe. Elsevier Publishing Company, Am- sterdam. 520 bls. PÓSTFANG HÖFUNDAR Richard H. Kölbl Institut fur Petrographie und Geochemie Universitat Karlsruhe Kaiserstr. 12 76128 Karlsruhe Deutschland 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.