Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 22

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 22
sama eða svipað berg. í huganum hef ég oft raulað færeyska þjóðsönginn, fullan af ættjarðarást: Tú alfagra land mitt, Mín dýrasta ogn! A vetri so randhvítt, Á sumri við logn. Færeyskan er auðskilin, en það var ekki fyrr en ég sá einhvern tíma vetrarlega fréttamynd frá íslandi í norska sjónvarpinu að ég skildi orðið „randhvítt“. Bæði Island (1. mynd) og Færeyjar (2. mynd) verða randhvít að vetri, en Noregur (3. mynd) verður hins vegar skjöldóttur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég verð var við að nátt- úran kennir mér tungumál (Bjarni E. Guð- leifsson 1978). Ekki verður sagt að þessi skilningur minn teljist neitt sérlega frum- Iegur, en ég hef borið þetta undir Færey- inga og margir hafa játað að þeir hafi ekki hugsað út í eða skilið þetta orð í þjóð- söngnum, randhvítt. Það er svo sem ekki víst að við Islendingar skiljum allan textann í þjóðsöngnum okkar. Hvað á Matthías við með „herskarar tímanna safn“? Löngu síðar áttaði ég mig á því að fjöllin í Svarfaðardal sem nefnast Rimar bera eflaust þetta nafn vegna þess að þar eru mörg samsíða gil niður fjallið, og þegar þau eru snjófyllt mynda dökkir rindarnir á milli eins konar rima, líkt og rimar í stiga. Fjöll þessi eru einmitt á sama svæði og fjöllin á 1. mynd. HEIMILD Bjarni E. Guðleifsson 1978. Islenskukennsla náttúrunnar. Ársrit Ræktunarfélags Norður- lands. 75, 74-77. PÚSTFANG HÖFUNDAR Bjarni E. Guðleifsson Rannsóknastofnun Iandbúnaðarins Tilraunastöðinni að Möðruvöllum Óseyri 2 603 Akureyri 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.