Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 26
ekki meira um það sagt. Ekki verður séð
að það hafi breiðst út til austurs eða
vesturs en virðist hafa fallið í samfelldum
straumi til suðurs.
Ankaramít
Eins og áður segir er bergið dökkt. Það
einkennist af tiltölulega stórum dílum,
pýroxeni, ólivíni og plagíóklasi og ein-
staka málmkornum í fínum grunni úr pýr-
oxeni, plagíóklasi og málrni (5. mynd)
og er nefnt ankaramít eftir fundarstað,
Ankaramí á Malagasí (Madagaskar).
Dæmigert fyrir samsetningu þessarar
bergtegundar á Eyjafjallasvæðinu sýnist
mér vera eftirfarandi:
Plagíóklas 42,2%
Pýroxen 36,4%
Olivín 14,5%
Málmur 6,6%
Dflar:
Plagíóklas 12,4%
Pýroxen 11,7%
Ólivín 11,9%
Hér á landi er ankaramít að ég best veit,
fyrst rannsakað úr fundarstað í Hvamms-
múla (Sigurður Steinþórsson 1964). Síðan
hefur komið í ljós að þessi bergtegund er
engan veginn sjaldséð á Eyjafjallasvæðinu
en kemur þar fyrir sem hraun, innskotslög
og gangar ásamt gíg austast á Fimmvörðu-
hálsi sem ætla má að sé frá nútíma (Jón
Jónsson 1989). Þessa bergtegund má því
finna neðan frá láglendi allt til efstu brúna
og eins norðan fjalls í Goðalandi.
Heimildir
Jón Jónsson 1989. Jarðfræðikort af Eyjafjöll-
um. 1:50.000. Rannsóknastofnunin Neðri
Ás, Hveragerði.
Sigurður Steinþórsson 1964. The ankaramites
of Hvammsmúli, Southern Iceland. Acta
Naturalia Islandica vol. II, no. 4. 32 bls.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Jón Jónsson
Smáraflöt 42
210 Garðabær