Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 47
1. tafla. Fjöldi toga, stœrð svœðis, magn/m2 og stofnstærð kúfskeljar á Norðvestur-,
Norður- og Austurlandi.
Norðvesturland Norðurland Austurland Alls
Fjöldi toga 258 68 93 419
Stærð svæðis (km2) 40,8 27,1 23,8 91,7
Magn, meðaltal (kg/m2) 3,0 2,8 4,4 3,3
Magn, minnst (kg/m2) 0,2 0,0 0,0 0,0
Magn, mest (kg/m2) 6,1 6,4 8,2 8,2
Stofnstærð (mt) 124.056 76.021 104.753 304.830
■ ÚTBREIÐSLA OG STOFN-
STÆRÐ VIÐ ÍSLAND
Til athugunar á magni og stofnstærð kúf-
skeljar var togað í 5 mínútur í senn með
1,2 sjómflna toghraða. Allir rannsókna-
staðir voru á 7-54 m dýpi, en flestir á 15-
30 m dýpi. Kúfskel fannst í 365 togum af
419 eða í 87% tilfella.
Skelin virtist einkum kjósa fínan eða
leirkenndan sandbotn en kjörlendi voru
misstór, allt frá 0,2 til 10,3
km2. Á 4. mynd er sýnd út-
breiðsla og afli kúfskeljar í
staðaltogi (kg í 5 mínútna togi)
á rannsóknarsvæðunum frá
Patreksfirði að Álftafirði.
Mestur afli í einu togi fékkst í
Eiðisvík við Austurland, 2305
kg, sem jafngildir 8,2 kg/m2.
Magnið reyndist að meðaltali
3,0, 2,8 og 4,4 kg/m2 við
Norðvestur- Norður- og Aust-
urland og heildarstofnstærð í
öllum leiðangrinum var áætluð
304.483 tonn (1. tafla).
Niðurstöður sýna að mun
meira er af kúfskel á rann-
sóknarsvæðinu en fundist hef-
ur við Suðvestur- og Suður-
land. í rannsókn í Breiðafirði,
Faxaflóa og á Suðausturmiðum
reyndist rnagn kúfskeljar 1,2-
1,7 kg/m2 (Hrafnkell Eiríksson
1988). Magnið við Kanada og
Bandaríkin er mun minna en
hér eða innan við 0,5 kg/m2 (Rowell og
Chaisson 1983, Chaisson og Rowell 1985).
Veiðar á kúfskel hafa verið stundaðar
við austurströnd Bandaríkjanna af miklum
krafti síðan 1976. Afli á sóknareiningu
hefur minnkað umtalsvert á árabilinu 1986
til 1993. Árið 1992 var fjöldi skelja í
staðaltogi (5 mínútna tog) við Bandaríkin
28-270 eftir svæðum (Anon 1993). í
rannsókninni sem hér er greint frá var
fjöldi í staðaltogi að meðaltali 450-18.800
3. mynd. Vatnsþrýstiplógur. Ljósm. Sólmundur Tr.
Einarsson.
93