Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 49

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 49
2. tafla. Heilclaifjöldi (n), meðallengd (x), staðalfrávik (SD), meðalvotvigt (z.) og holda- farsstuðull kúfskeljar við Norðvestur-, Norður- og Austurland. Lengd (mm) Heildarvigt (g) Holdafars- ___________________ ___________________________ stuðull (%) Svæði n X SD Lágm. Hám. z SD Lágm. Hám. Norðvesturl. 2265 75,4 14,8 17 118 126 69,3 3 477 30,4 Norðurland 1100 74,7 11,5 32 107 111 50,9 9 315 30,1 Austurland 1440 74,5 14,1 17 108 113 56,2 3 423 33,0 Öll svæði 4805 74,9 13,9 17 118 119 62,0 3 477 31,1 einstaklingar. Þennan mikla mun á afla og þar með magn skelja á hvern fermetra, má að einhverju leyti skýra með ónýttum stofni við ísland en undanfarinn áratug hafa Bandaríkjamenn landað um það bil 190.000 tonnum af lifandi skel á ári. Kvóti þeirra árið 1993 var 2% af áætlaðri stofn- stærð en meira en helmingur hans veiddist á New South England-landgrunninu og á Georgsbanka undan ströndum Maine og Massachusets (Anon 1993). ■ LENGD OG ÞYNGD SKELJA Þyngstu og stærstu skeljarnar fundust fyrir Norðvesturlandi og mældust að meðaltali 75,4 mm og 126,2 g (2. tafla) en ekki reyndist marktækur munur á meðallengd milli landshluta (Stúdents t-próf). Hvergi fundust skeljar minni en 17 mm og stærstu skeljarnar voru 118 mm að lengd. Lengdardreifing skelja fyrir hvern lands- hluta er sýnd á 5. mynd. Alhugað var með Kolmogorov-Smirnow prófi (Lindgren 1993) hvort marktækur munur væri á lengdardreifingunum. Ekki reyndist mark- tækur munur á lengdardreifingu skelja frá Norður- og Austurlandi (p=0,16) og voru flestar skeljanna á báðum svæðunum 70- 75 mm langar. Lengdardreifing skelja frá Norðvesturlandi var aftur á inóti marktækt frábrugðin hinum (p<0,01). Skýringin gæti verið sú að undan Norðvesturlandi veiddust fleiri skeljar minni en 40 mm og stærri en 85 mm en fyrir norðan og austan. Lengdardreifing kúfskeljar hefur verið at- huguð við austurströnd Norður-Ameríku. Niðurstöður úr þeim rannsóknum sýna minni lengdardreifingu vestanhafs, þar sem engar skeljar undir 40 mm veiddust en flestar skeljarnar voru yfir 70 mm að lengd (Chaisson og Rowell 1985, Anon 1993). Samskonar plógur var notaður við veið- arnar vestanhafs og hér við land. Skýring á því, hversu fáar skeljar undir 60 mm fengust í afla, gæti legið í veiðar- færinu sjálfu. Vatnsþrýstiplógurinn hefur rimla með 34 mm millibili og er möguleiki á að minnstu skeljarnar sleppi út á milli rimlanna. Vatnsþrýstingurinn, sem losar um sandinn og skelina framan við plóg- blaðið getur einnig feykt burtu smáum skeljum, sem liggja grynnra í botnlaginu en þær stærri, með þeim afleiðingum að smá- ar skeljar komi síður í plóginn. Önnur möguleg skýring er sú, að nýliðun í stofn- inum sé lítil og minnstu skeljarnar vanti algjörlega. Rannsóknir frá Bandaríkjunum sýna að þar hefur engin nýliðun orðið í kúfskeljastofninum sl. 20-30 ár (Anon 1993). ■ HOLDFYLLING Um það bil 40 einstaklingar voru teknir af handahófi úr togi frá hverju rannsóknar- svæði til athugana á holdfyllingu og sam- bandi lengdar og þyngdar innmatar. Hold- fylling skeljanna eða holdafarsstuðull (meat yield) var reiknaður út sem hlutfall innmatar af heildarþyngd skelja (% vot- vigt). Reiknaður var út holdafarsstuðull á hverju svæði fyrir sig fyrir lengdarflokka 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.