Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 51
Holdfylling (%)
6. mynd. Holdfylling kúfskelja í 5 mm lengdarflokkum á Norðvestur-, Norður- og
Austurlandi.
lengd skeljar talin raðast af litlum hita-
sveiflum yfir árið frekar en meðalhita á
svæðinu (Murawski og Serchuk 1979).
■ KYNÞROSKI, stærð
OG ALDUR
U.þ.b. 200 skeljar frá sjö svæðuin undan
Vestfjörðum voru teknar til rannsókna á
kynþroska. Hæð (frá nefi að kviðrönd)
skeljanna var mæld og útbúin vefjasýni úr
kynkirltum. Greint var á ntilli kynþroska
og ókynþroska dýra eftir útliti vefja-
sýnanna í smásjá. í ókynþroska dýrum
voru engin merki um kynferði sjáanleg en
kynþroska dýrum var deilt upp í hálf- og
fullþroska einstaklinga (Loosanoff 1953,
Mann 1982).
Samvæmt skilgreiningu er dýr kyn-
þroska þegar það myndar í fyrsta sinn
kynfruntur (Ropes 1979). Þegar kúfskel er
kynþroska er hægt að kyngreina hana allt
árið unt kring, þar sem kynfrumur er alltaf
að finna í kynfrumusekkjunum, jafnvel
strax að lokinni hrygningu.
Skoðun vefjasýna sýndi mjög breytilegan
kynþroska miðað við stærð skeljar sem gæti
orsakast af mismunandi vaxtarhraða
einstaklinganna. Hæð ókynþroska skelja
reyndist allt að 64 mm. í bandarískri
rannsókn reyndist mesta hæð ókynþroska
kúfskeljar 47 mm og aldurinn 14 ár (Ropes
og Murawski 1980, Thompson o.fl. 1980).
í rannsókninni sem hér um ræðir fundust
fyrstu merki kynþroska við u.þ.b. sömu
stærð hjá báðum kynjum. Karldýrin reynd-
ust verða kynþroska 33-70 mm löng og
kvendýrin 36-74 mm löng. Meðalstærð
skelja með fyrstu merki kynþroska reynd-
ist um 50 mm hjá báðum kynjum. Fyrstu
merki um fullþroska einstaklinga var einn-
ig að finna við sömu stærð, 50-55 mm, hjá
báðum kynjum. Niðurstöður úr rannsókn-
um á kynþroska kúfskel frá Bandarfkjun-
um og Kanada hafa leitt í ljós að karldýrin
verði kynþroska yngri og minni en kven-
dýrin sem þurfa þá lengri tíma til að
þroskast (Ropes og Murawski 1980, Row-
ell o.fl. 1990, Thompson o.lT 1980). Sýnt
hefur verið frant á að kynþroski kúfskelja
sé háður stærð fremur en aldri. Niður-
97