Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 55

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 55
Rúgkorn úr HVEITIAXI Erfðafræði lysenkos ÖRNÓLFUR THORLACIUS Sjaldan í sögu vísindanna hefur lodd- ari öðlast meiri völd og virðingu en Trofim D. Lysenko naut um miðja þessa öld. Hann taldist þá fremsti sér- frœðingur Sovétríkjanna á sviði eifða- fræði. Kenningar hans voru úrskurð- aðar sannleikur af stjórnvöldum og gagnrýnendur hans sviptir embœtti, fangelsaðir eða líflátnir. Hér verður þessi furðulega og átakanlega saga rakin og leitað skýringa á því hvernig hún gat gerst. síðari liluta nítjándu aldar, þegar þróunarkenning Darwins var að ná fótfestu, voru hugmyndir fræðimanna um orsakir arfgengs breytileika óljósar. Sjálfur setti Darwin ekki fram neina einhlíta skýringu á þeirri Ijölbreytni sem úrval náttúrunnar sækti hráefni sitt í. Hann hafnaði aldrei með öllu hugmyndum fyrirrennara síns, Jean-Bapt- iste Lamarcks (I. mynd), um það að áhrif umhverfisins á einstaklingana gengju að erfðum til afkomendanna. Darwin lagði samt aldrei áherslu á þessi áhrif. Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð 195S. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykja- vík 1960-1967, Mennlaskólann við Hamrahlíð 1967- 1980 og rektor þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslustörfum hefur Örnólfur samið kennslubækur og hann liafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri Náttúrufræðingsins. Þróunarkenningiu var engan veginn túlk- uð eins alls staðar þar sem hún festi rætur. Darwin og stuðningsmenn hans á Bretlandi héldu uppi slagorðum eins og „hinir hæfustu lifa“ (survival of the fittest) og „úrval náttúrunnar" (natural selectiori). Þeir gerðu sem sagt mikið úr baráttunni milli lífveranna, jafnt innan tegundar sem milli einstaklinga af mismunandi tegundum. í Rússlandi var þegar á keisaratímanum lögð meiri áhersla á baráttu lífveranna við lífvana umhverfi en átök þeirra innbyrðis. í þeirri baráttu gilti samstarf oft meira en samkeppni. Margir þróunarfræðingar þar eystra hölluðust jafnframt að því að /. mynd. Jean-Baptiste de Monet, cheva- lier de Lamarck, 1744-1829, franskur náttúrufrœðingur, þekktastur fyrir þróun- arkenningu sína þar sem gengið er út frá því að áunnir eiginleikar gangi að eifðum. (Hluti myndar eftir W.H. Lizars; Museuin National d’Histoire Naturelle, París.) Náttúrul'ræðingurinn 66 (2), bls. 101-111, 1997. 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.