Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 57
3. mynd. Pjotr Kropotkin, 1842-1921 (The Bettmann
Archive).
Rússnesku náttúrufræðingarnir höfðu
aftur á móti fyrir augum strjálbýlt lífkerfi í
óblíðu og breytilegu umhverfi, þar sem
baráttan fyrir tilverunni beinist einkum
gegn hamförum í lífvana náttúru sem ógna
tilveru þeirra fáu tegunda sem þar þrífast.
Hvort sem litið er á mannlífið eða líf ann-
arra tegunda vantar mikið á að náð sé
þeirri fjölgun sem Malthus reisti kenningu
sína á. Fyrrnefnd grein Kropotkins hefst á
þessum orðum:
„Tvær hliðar á dýralífinu höfðu mest áhrif á
mig ungan þegar ég ferðaðist um Austur-
Síberíu og norðanverða Mantsjúríu. Annars
vegar sú harkalega lífsbarátta sem flestar teg-
undir dýra heyja við óblíða náttúru, þar sem
náttúruöflin valda öðru hverju gífurlegri eyð-
ingu svo lífverurnar verða mjög dreifðar á allri
þeirri auðn sem ég kannaði. Hins vegar gat ég,
jafnvel á þeim fáu stöðum þar sem mikið var
um dýralíf, hvergi fundið - hversu vandlega
sem ég leitaði - þau hörðu átök um lífsgæðin
milli einstaklinga sömu tegundar sem flestir
darwinistar (en ekki ævinlega Darwin sjálfur)
telja ráðandi sérkenni á baráttunni fyrir lífinu
og meginaflvaka þróunarinnar." (Gould 1991,
bls. 337-338.)
Hugmyndafræði sósíalismans varð til
þess að áherslan á gagnkvæma hjálp líf-
veranna jókst í Rússlandi eftir byltinguna.
Sovéskir þróunarfræðingar höfnuðu hug-
myndum Malthusar um áhrif offjölgunar
en gerðu margir mikið úr beinum áhrifum
umhverfisins á erfðir, arfgengi áunninna
eiginleika.
■ erfðafræði mendels
OG MORGANS
Gregor Mendel (1822-1884), bæheimskur
munkur, var l'rumkvöðull nútíma erfða-
rannsókna. Hann sýndi fram á að hvers
kyns sérkenni erfast með ákveðnum erfða-
þáttum, efniseindum sem berast frá for-
eldrum til afkvæma, og helst hver erfða-
4. mynd. Thonms Hunt Morgan, 1866-1945 (California
lnstitute of Technology).
103