Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1981, Page 5
2. mynd. Varpútbreiðsla starans í gamla heiminum um 1960 (Voous 1960). — Breeding range of starling in Europe and Asia about 1960. að hafa verið svipað, en augun allt öðru visi, því að þau sátu fast við munnvik- in“. í fyrra tilvikinu er líklegt að um svartþröst (Turdus merula L.) hafi verið að ræða en í því síðara stara. Jónas Hallgrímsson (1847) segir um starann: „Hann verpir ekki á íslandi og á þar ekki heima, en næstum á hverju ári hrekur nokkra í landið vindurinn. Ég hef séð og vitað þá skotna þar bæði sumar og vetur, t. a. m. einn við Akur- eyri 1836, og nokkra á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum snemma vetrar og á útmánuðum." í ferðabók Preyers og Zirkels (1862) er staðhæft að það sem Briinnich segir um starann sé rangt, hann verpi alls ekki á Islandi þótt hugsast geti að hann hrekist þangað endrum og eins. Nevvton (1863) er á sömu skoðun. Benedikt Gröndal (1895) segir star- ann villast hingað stöku sinnurn. Sama sinnis eru Slater (1901) og Hantzch (1905). Hachisuka (1927) telur starann vera óreglulegan vetrargest í Vest- mannaeyjum og við suður- og norður- ströndina, þó sé hann mun algengari við suðurströndina. Timmermann (1938—1949) segir að starinn sé algengur og árviss flækingur á íslandi, en Magnús Björnsson (1939) að hann sé hér haust- og vetrargestur. Bjarni Sæmundsson (1936) segir: „Hér sjást þeir flest ár, fáir saman, eða í smá- hópum (10—15) á haustin og veturna, aðallega við sjávarsíðuna á sunnan- og austanverðu landinu. Virðist svo sem þeir komi á haustin, en þeir dvelja oft langt fram á vetur, eða veturinn út og fram á sumar.“ Á árunum 1938—1943 fylgdist Finn- ur Guðmundsson (1940, 1942, 1944), ít- arlega með flækingsfuglum, með aðstoð manna um land allt. Á þessum árum 147

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.