Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 9
kassa á fiskhúsum við Kirkjusand. Skoðaði Finnur í kassann þann 15. maí og var í honum „hálffullgert hreiður, allfyrirferðarmikið, úr grófum, þurrum og allstórum grasstráum. Hreiðrið var heldur losaralegt og ekki haganlega gert. Varstarinn auðsjáanlega búinn að yfirgefa hreiðrið“ (F. Guðm. dagbók). Höfn í Hornafirði, frá 1941 Fyrsta starahreiðrið með eggjum fannst á fslandi árið 1941 í Ægisíðu- hólma í Hornafirði en líklega hafa star- ar byrjað að verpa i Hornafirði nokkru fyrr. Höskuldur Björnsson (1942) hefur gert ítarlega grein fyrir landnámi stara í Hornafirði, en í fyrri hluta júní 1941 fann Sigurður B. Eymundsson hreiður með 7 eða 8 eggjum „í holu undir moldarbakka upp á vel mannhæðarhá- um kletti vestast á eynni“. Þann 12. júli var aftur kontið að hreiðrinu en þá voru ungarnir búnir að yfirgefa það. Hösk- uldur sá stara á Höfn sumurin 1937 — 1940 (Tafla I) og er ekki ósennilegt að það hafi verið varpfuglar. Þann 25. ágúst 1940 sá Höskuldur 13 fugla í hóp og voru 9 þeirra áberandi ljósari en hinir og hafa það að öllum líkindum verið ungar. Höskuldur segir að stararnir hverfi úr joorpinu upp úr miðjum april en sjáist síðan aftur jtegar líða fer á sumarið (Tafla I). Sennilegt er að fugl- arnir, sem sáust í júní — september, hafi verið hornfirskir varpfuglar og ungar. Síðar um haustið eru meiri líkur á að erlendir flækingsstarar hafi blandast hópnum, t. d. sáust 20 starar í október 1940 en 52 í nóvember. Næstu fregnir af störum í Hornafirði eru í bréfi dags. 4. 1. 1944, frá Höskuldi til Finns Guð- mundssonar, en þar segir: „Stararnir eru hér eins og undanfarin ár og álíka margir. Veit ég nú með vissu um jtrjá varpstaði. I Ægisíðuhólma nota þeir alltaf sama hreiðurstaðinn. Þeirn virðist vegna vel og aldrei verður vart dauðra fugla.“ Árin 1946— 1948 verpti starapar í kletti í landareign Dilksness í Horna- firði og einnig var þá vitað um tvö önn- ur hreiður (sbr. bréf frá Eymundi Björnssyni til Finns Guðmundssonar, dags. 21. 6. 1948). I bréfi til Finns Guð- mundssonar (dags. 25. 11. 1952) segist Eymundur ekki vita um varpstaði með vissu en hann sjái stara oft í eyjunum á sumrin. Árið 1954 fann Sigurður B. Ey- Tafla I. Mestur fjöldi stara séður í hverjum mánuði á Höfn í Hornafirði á árunum 1937 — 1941 samkvæmt athugunum Höskuldar Björnssonar (1942). — Highest number of starlings obsertied in each month at Höfn l Hornafjördur (SE-Iceland) in the years 1937— 1941. J F M fl M J J A S O N D 1937 2 32 1938 29 18 18 9 16 24 1939 1 28 37 44 1940 58 12 2 13 20 20 52 1941 52 26 95 151

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.