Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 43
2. mynd. Hypogymnia tubulosa, eintök frá Tungufellsskógi við Hoffell. — Hypogymnia tubulosa, samples from Hoffell. Lóni (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979) á birki. Þetta mun vera fyrsti fundur hér á landi á birki, en erlendis vex þessi tegund nokkuð jöfnum höndum á trjám og grjóti. Cetraria pinastri (Scop.) S. F. Gray. Smávaxin blaðflétta, aðeins 0,5—2 cm í þvermál, bleðlar 0,3—0,5 mm breiðir, gulgráir að lit með skærgulum útbrotum á jöðrunum. Neðra borð bleðla gráleitt eða hvítt og rætlingar nærri miðju. Hefur að geyma vulpin- sýru og pinastrin-sýru, sem báðar eru gul litarefni. Þessi tegund, sem er ný á íslandi, hefur fundist á þrem stöðum í Austur- Skaftafellssýslu. Fyrst fannst hún í hlíðinni innan við Hoffell í Hornafirði (leg. Hörður Kristinsson 1979), síðan í Austurskógum í Lóni (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979, og að lokum í Steinadal í Suðursveit (leg. Hálfdán Björnsson 1981). Öll eintökin voru á birki. Evemia prunastri (L.) Ach. Blaðflétta með 1—3 mm breiða, marggreinda, meira eða minna upp- rétta bleðla, sem eru grágrænir til gul- leitir og kúptir eða flatir á efra borði, en hvítir og íhvolfir að neðan, rætlinga- lausir. Kringlótt útbrot (soralia) eru hér og hvar á efra borði, einkum jöðr- unum. Fljótt á litið kemur þessi tegund fyrir sjónir sem runnkennd fremur en blaðkennd. Þessi tegund er ný fyrir landið, að- eins fundin í Steinadal (leg. Hálfdán Björnsson 1981), á birkigreinum. 185

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.