Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 50
Ritfregnir TEPHRA STUDIES. Grcinasafn frá ráð- stefnunni „Tephra studies as a tool in Quarternary Research" sem haldin var á Laugarvatni dagana 18,—29. júní 1980. Ritstj. S. Self og R.S.J. Sparks. Útgef. D.Reidel Publishing Company, Hollandi. 1980, 481 síða, og kostar 54,50 US$, inn- bundin. Dagana 18. —29. júní 1980 var haldin á Laugarvatni ráðstefna um gildi gjóskurann- sókna í mörgum greinum vísinda er beinast að könnun kvartertímans. Það er til fyrir- myndar að erindi af slíkum ráðstefnum skuli vera tekin saman í bók sem þessa og geta því orðið þeim að liði sem ekki áttu þess kost að vera viðstaddir flutning erind- anna. Mikilvægi gjóskurannsókna hefur aukist sífellt síðan greinar Sigurðar Þórarinssonar og Hákons Bjarnasonar birtust um 1940 um rannsóknir þeirra á gjóskulögum í mýrum, og hóf Sigurður þessi fræði til vegs og virð- ingar á íslandi og erlendis. Raunar hafði finnskur jarðfræðingur, V.Auer, notað gjóskulög við rannsóknir sínar á Tierra del Fuego 1928—29, auk þess sem menn höfðu eitthvað rýnt í gjóskulög í Japan og á Nýja Sjálandi. Þekking á gjóskulögum, einkum aldri þeirra, hefur smám saman orðið mikil- vægt hjálpartæki við rannsóknir á fjölmörg- um og ólíkum vísindasviðum svo sem eld- virkni, landmótun, jöklafræði, gróðurfars- breytingum, vistfræði, loftslagsfræði, haf- botnsrannsóknum, fornleifarannsóknum o.fl. Innan jarðfræðinnar eru þessi fræði mikilvæg á mörgum sviðum m.a. til rann- sókna á gostíðni eldstöðva eða eld- stöðvakerfa, aldursgreiningu jarðlaga og brotahreyfinga. Hin síðari ár hefur korna- stærð, dreifing og efnasamsetning gjósk- unnar verið notuð við könnun á gostíðni, gostilburðum og stærð gosa í einstökum eld- fjöllum. Einnig leita bergfræðingar í öskuna til að greina atburði sem átt hafa sér stað í kvikuhólfi eldstöðvar meðan á gosinu stóð, eins og t.d. Karl Grönvold vann að í sam- bandi við gosin í Kröflu 1975—1981. Bókin sem hér um ræðir er á ensku og er tileinkuð dr. Sigurði Þórarinssyni. Henni er skipt í 7 kafla eftir efni, en alls eru 33 grein- ar eftir 53 höfunda í bókinni. Af höfundum eru aðeins 4 íslenskir og þykir mér það fremur lítið framlag frá landi sem hefur eins mikilfenglega eldvirkni og ísland. Kaflar bókarinnar eru ótölusettir en á eftir inn- gangskafla Sigurðar Þórarinssonar koma aðalkaflarnir með eftirfarandi fyrirsögnum, sem lýsa vel efni þeirra: Dating of tephra (ald- ursgreiningar á gjóskulögum), Correlation techniques (tengingar milli gjóskulaga), Regio- nal studies (um gjóskurannsóknir í hinum ýmsu heimshornum), Deep-sea tephra studies (gjóskurannsóknir í borkjörnum af botnum heimshafanna), Studies on individual volcanoes or tephra layers (rannsóknir einstakra eldfjalla eða gjóskulaga), Archaeological and ecological applications (gagnsemi gjóskulaga í fornleifa- rannsóknum og vistfræði), Volcanological applications and volcanic hazard research (notk- un gjóskulaga í eldfjallafræðum og við rann- sóknir á hamforum af völdum eldvirkni). Af einstökum greinum er erfitt að benda á einhveijar sérstakar, enda einstaklings- bundið hvað hveijum þykir áhugaverðast. Ég held þó að flestir hafi gagn og gaman af greinum Sigurðar sem fjalla um sögu fræð- anna. Aföðrum greinum fannst mér athygl- isverðar greinar um tengingar einstakra ö- skulaga með efnafræðilegum aðferðum eftir J.Westgate & M.P. Gorton og Guðrúnu Larsen. Haraldur Sigurðsson & Benny Loebner skrifa forvitnilega grein um eld- virkni sem rekja má, í grófum dráttum, í borkjörnum frá N-Atlantshafinu, niður tímakvarðann um einar 60 milljónir ára. Einnig eru greinar Jóns Benjamínssonar, um gos frá því um 1477 frá Vatnajök- ulssvæðinu og K.A. Jörgensens um Þórs- merkurflikrubergið fróðlegar. Utlit bókarinnar er snyrtilegt, en að hafa textann vélritaðan fremur en með heíð- bundnu prentletri annst mér óneitanlega gefa bókinni nokkuð öreigalegt yfirbragð. Kort og myndir eru skýrar, en ekki sá ég hvaða erindi þátttakendalisti í bókarlok á í svona bók. Bókin er verulega gagnlegt fram- lag til gjósku- og eldíjallafræða, bæði fyrir lærða og einnig fyrir þá sem þyrstir í að kynnast þessum fræðum betur. Helgi Torfason 192

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.