Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 15
þakið í fyrrnefndu húsi og því tel ég öruggt að starinn eigi hreiður þar inni undir þakinu. Þetta er örugglega í fyrsta sinn sem stari verpir hér á Blönduósi." Þann 13. júlí sá svo Krist- inn starann með fæðu í nefinu og 18. júlí sá hann tvo nýfleyga unga (Kristinn Pálsson 1978, spjaldskrá N. í.). Starar hafa verið mjög sjaldgæfir vetrargestir á Blönduósi samkvæmt bréfi Kristins dags. 14. 4. 1978. Árin 1961 — 1977 sá Kristinn stara á Blöndu- ósi sem hér segir: I febrúar 1963 voru tveir starar, i mars 1965 hélt einn stari sig í fjörunni, í febrúar 1969 sást einn stari, í april 1971 sáust tveir og 29. maí 1977 sáust tveir starar í Spákonufells- höfða. ísafjörður 1978 Þann 19. 8. 1978 sá ég 5 stara á sjón- varpsloftneti við Hraungötu, voru það 2 fullorðnir fuglar og 3 ungar frá vorinu. Hvalfjörður 1979 Vorið 1979 verptu starar (1 eða 2 pör) við Olíustöðina í Hvalfirði. Heyrðist í ungum í skyggni framan við söluskál- ann (Kristinn H. Skarphéðinsson). ATHUGANIR Á NÁTTSTÖÐUM OG TALNINGAR Starar hafa þann sið svo sem fleiri fuglar að safnast saman á ákveðna staði á kvöldin og láta þar fyrirberast yfir nóttina. í Reykjavík er nú kunnugt um eftirfarandi náttstaði stara: Skógrækt- arstöðin í Fossvogi, yfirbygging stúku Laugardalsvallar, norðurgafl Háskóla- bíós, Áburðarverksmiðjan i Gufunesi, hraðfrystihúsið á Kirkjusandi og sím- stöðin við Suðurlandsbraut. Talningar, bæði beinar og af myndum, hafa verið gerðar við flestalla náttstaðina. Tvær talningar voru gerðar árið 1975 en siðan talið af og til frá júlí 1977 og fram til vors 1978. Þeir sem tóku þátt í talning- unum auk min voru: Erling Ólafsson, Gunnlaugur Pétursson, Ingólfur Guðnason, Jóhann Óli Hilmarsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Ólafur K. Nielsen, Sigfús Nikulásson, Sigbjörn Kjartansson, Þorvaldur Björnsson og Örn Óskarsson. Skógrcektarstöðin í Fossvogi Eftir að stararnir náðu fótfestu i Reykjavík virðast þeir strax hafa farið að nota grenitré í Skógræktarstöðinni sem náttstað. Þann 15. 11. 1959 voru a. m. k. 100 starar þar og 22. 11. 1959 komu 100—150 og náttuðu sig þar. Þann 28. 12. 1960 voru 60—80 starar á náttstað i Skógræktarstöðinni (Jón B. Sigurðsson). Skráðar athuganir fram til 1970 eru takmarkaðar, en greinilegt er að starar náttuðu sig á þessum árum þarna, en þó ekki verulegur fjöldi. Seinni hluta 7. áratugsins fór þeim að fjölga verulega og þann 28. 9. 1970 var mjög mikið af störum á náttstaðnum (Ævar Petersen). Þann 20. 10. 1973 taldi Ævar hluta af störum sem sátu á símalinu við Skóg- ræktarstöðina og áætlaði út frá því heildarfjöldann, alls um 4000 fugla. I Skógræktarstöðinni í Fossvogi eru 5 — 6 grenilundir með allt að 8—10 m háum trjám. Þrír þeirra hafa verið langmest notaðir, Svartiskógur, austan við aðalhlið Skógræktarstöðvarinnar, Hermannslundur í norðausturhorni Skógræktarinnar og grenilundur neðan skrifstofubyggingarinnar. Af þeim er Svartiskógur langmest notaður einkum 157

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.