Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 10
mundsson hreiður í holu efst í lágum klettum í Mikley. Árið eftir fann hann þrjú hreiður, tvö i Mikley og eitt í Álaugarey. Eftir þetta bárust litlar fréttir af staravarpi í Hornafirði þar til 1959, en 26. mars það ár fann skipsmaður á Herðubreið starahreiður í Álaugarey með 3 eggjum, sem hann færði Náttúru- gripasafninu í Reykjavík. Þessi stara- hjón hafa verpt óvenju snemma. Á Bretlandseyjum byrjar starinn að verpa um miðjan april en í Noregi i byrjun maí. í Færeyjum eru starar stundum sagðir verpa síðast i mars eða í byrjun apríl, en venjulega þó frá því síðast i apríl og fram í miðjan júlí (Witherby o. fl. 1938, Salomonsen 1935, Haftorn 1971). Engar fréttir bárust af hreiður- fundum árin 1960—1973 en 25. júní 1974 fann Boswall (1974) hreiður í Álaugarey og sá 40 stara i hóp þann 19. júní og 14 þann 25. júni. Þótt heimildir um landnám starans í Hornafirði séu ekki samfelldar má telja nokkurn veginn öruggt, að starar hafi verpt þar árlega síðan 1941 og ef til vill eitthvað lengur. Benedikt Þorsteinsson, sem búsettur er á Höfn, segir í bréfi til min, dags. 26. 3. 1978, að stara hafi fækkað mjög rnikið á síðustu árum. Einnig segir hann að starinn verpi yfir- leitt ekki í mannvirkjum, heldur nær einungis úti i eyjunum. Fagurhólsmýri 1950—1951 Vorið 1950 héldu starahjón sig á Fagurhólsmýri i Öræfum og sáust þau oft koma heim að bæjarhúsunum til að ná sér í hænsnafjaðrir í hreiður. Þann 18. júní fann Hálfdán Björnsson hreiðr- ið og var það i holu upp undir brún i 20 m háum klettum. Fjórir nærri fleygir ungar voru i hreiðrinu. Stararnir hurfu eftir að ungarnir urðu fleygir. Seint i júni 1951 sá Hálfdán starahjón í Salt- höfða á Fagurhólsmýri og áttu þau hreiður í sprungu hátt uppi í klettunum og heyrði hann greinilega i ungunum þegar foreldrarnir færðu þeim fæðu. Árið 1957 sá Hálfdán einn stara á Svínafelli i Öræfum 3. — 7. júní en fann ekkert hreiður. Óvíst er, hvort þetta hefur verið varpfugl (Hálfdán Björns- son 1976, spjaldskrá N. í.). Eyjafjördur 1954— 1978 Vorið 1954 sá Kristján Geirmundsson stara nokkrum sinnum á Akureyri og fann siðar hreiður milli veggja í sumar- bústað skammt frá Galtalæk rétt innan við Akureyri. Stararnir komu upp 4 ungum og héldu þeir sig á Akureyri yfir sumarið (spjaldskrá N. I.). I maí 1978 verpti starapar i þakrennu við Möðruvallastræti 9 á Akureyri. Lokað var fyrir opið að hreiðrinu í fyrstu viku júní og reyndu fuglarnir að komast inn í nokkra daga, en hurfu síðan 17. —20. júni (Gunnlaugur Pétursson munnl. uppl.) í bréfi til mín, dags. 25. 3. 1978, segir Jón Sigurjónsson á Akureyri að stari hafi verpt í Ólafsfirði tvisvar sama árið, sennilega 1960—1965. Tveir fuglar sá- ust oft þá um veturinn i Ólafsfirði og fannst hreiður um vorið í fiskhjalli, en Vatnsrennsli eyðilagði það. Hitt hreiðrið var ofan á torfvegg í fjárhúsi og var með þrem eggjum þegar það fannst, en þá voru fuglarnir búnir að yfirgefa það. Jón sá eggin úr hreiðrunum og telur að þau hafi verið staraegg. Á Skipalóni í Hörgárdal verpti stari árið 1962. Þar var á ferðinni aðeins einn fugl og eggin því ófrjó, en hann verpti 152

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.