Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 27
Ólafur G. Flóvenz: / Setlög undir suðurströnd Islands 1. INNGANGUR í Skammadalskömbum í Mýrdal og víðar þar í grenndinni ílnnast framand- steinar í móbergsmyndunum. Fram- andsteinar eru molar úr annars konar bergi en því sem þeir finnast í. Algeng- ast er að þeir séu brot úr dýpri jarð- lögum, sem hraunkvika hefur riíið með sér úr gosrás meðan á eldgosi stóð. Gefa þeir því oft hugmynd um gerð jarðlaga dýpra niðri. Jóhannes Áskelsson og Einar H. Einarsson hafa ritað um fram- andsteinana í Skammadalskömbum og lýst þeim (Jóhannes Áskclsson 1960, Einar H. Einarsson 1962, 1967). Þeir eru gerðir úr sandsteinsbrotum og steingerðum leifum jurta og sjávardýra. Rannsóknir á steingervingunum benda til þess, að elsti hluti þeirra sé frá byrj- un kvarter tímans eða nálega 3 milljón ára (Jóhannes Áskelsson 1960). 'Filvist þessara framandsteina er talin örugg vísbending um að setlög sé þarna að finna á einhverju dýptarbili í jarð- skorpunni. Hversu þykk setlögin kunna að vcra, hve djúpt þau liggja og hve útbreidd þau eru er hins vegar engin vitneskja til um. Það er tilgangur þess- arar greinar að reyna að varpa svolitlu ljósi þar á. Til þess eru notaðar svokall- aðar jarðsveiflumaelingar. 2. UMJARÐSVEIFLUMÆLINGAR Jarðsveiflumælingar felast í því, að sprengdar eru dínamíthleðslur og at- hugað hvernig hljóðbylgjur, sem sprengingin veldur, berast út um jörðina. Um tvenns konar jarðsveiflu- mælingar getur verið að ræða, endur- kastsmælingar og bylgjubrotsmælingar. Endurkastsmælingar eru hliðstæðar bergmálsdýptarmælingum í sjó. Bylgju- nemum er komið fyrir nærri sprengi- stað. Þeir skrá bylgjur sem endurkast- ast frá endurkastsflötum í jörðinni. Endurkastsfletir koma fram þar sem snögg breyting verður í margfeldi af bylgjuhraða og þéttleika bergsins, til dæmis á mótum set- og hraunlaga eða á mótum setlaga af mismunandi gerð. Setlög eru oftast lagskipt og koma þá fram í endurkastsmælingum sem syrpa af nærri samsíða endurkastsflötum. ís- lcnska jarðskorpan er að mestu gerð úr stafla af basalthraunlögum. Þótt mikið sé um lagmót milli cinstakra hraunlaga í staflanum, er talið að þau endurvarpi Náttúrufræðingurinn, 51 (4), bls. 169—177, 1981 169

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.