Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 7
um. Er það einkum samtímis ríkjandi suðaustanvindum á fartíma á haustin. Haustið 1959 voru suðaustanvindar ríkjandi (Jónas Jakobsson 1959). Það ár bar mjög mikið á störum (4. mynd), og var þessi ganga að öllum líkindum upphafið á starvarpi í Reykjavik. Öllu minni ganga kom síðan haustið 1961 (Jónas Jakobsson 1962). Þeir starar sem hingað villast koma sennilega oftast upp að austur- eða suð- urströndinni en starar hafa þó sést um land allt (5. mynd). STARAVARP Á ÍSLANDI Hér á eftir verður rakin varpsaga starans á íslandi samkvæmt tiltækum heimildum og eigin athugunum og er reynt að fylgja timaröð eins og kostur er. Hraunhrepþur, Mýrum 1912 Einar Friðgeirsson prófastur á Borg á Mýrum taldi sig finna starahreiður með 4 eggjum við bæinn Hólmakot í Hraunhreppi, Mýr., sumarið 1912. Hann sá aldrei fuglana sem áttu hreiðr- ið en dró þessa ályktun af stærð og lit eggjanna sem voru ljósblágræn. Þrjú eggjanna voru send Náttúrugripasafn- inu í Reykjavik. Bjarni Sæmundsson (1934) segir menn hafa dregið það í efa, að jjetta hafi verið staraegg en sjálfur segist hann ekki vera neinn ,,oolog“ (þ. e. eggjafræðingur) og því litið geta til málanna lagt. I bók sinni Fuglarnir (1936: 234) segir Bjarni: „Þess eru jafn- vel dæmi að þeir hafi verpt hér og ungað út (á Mýrum, M., og við Húsavík, S. Þ.)“, og vísar jafnframt til ritgerðar sinnar frá 1934. Timmermann (1938-- 1949) fullyrðir að hér sé ekki um stara- egg að ræða heldur að öllum líkindum lóuþrælsegg. Þessu til sönnunar bendir hann á lögun eggjanna sem voru peru- laga eins og títt er hjá vaðfuglum og stærðin reyndist vera nálægt meðal- stærð lóuþrælseggja. Ég hef skoðað egg- in og er sammála niðurstöðu Timmer- manns. 4. mynd. Árlegur fjöldi stara á Kviskerjum í Öræfum á tímabilinu 1942— 1978 (spjaldskrá N. í.). — Numbers of starlings observed annually in the years 1942— 1978 at Kvísker, SE-Iceland. 149

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.