Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 23
1. mynd. Flóastelkur (Tringa glareola) við Mývatn í júní 1981. — IVood Sandpiper (Tringa glareola) at Lake Mývatn in June 1981. Ljósm./Photo: C. A. Galbraith. alltaf þegar við nálguðumst til að leita að eggjum eða ungum. Leitin var hins vegar árangurslaus. Á meðan við geng- um um, og lcituðum, llaug f'uglinn yfir höfðum okkar og söng. Var söngurinn líkur þeim sem Witherby o. fl. (1940) lýsa hjá llóastelki, líró-líró-líró. Á meðan fuglinn söng, en að líkindum var það karlfuglinn, urðum við varir við annan flóastelk í mýrinni skammt frá okkur. Að stuttum tíma liðnum settist karlfuglinn við hlið kvenfuglsins. Eftir að hafa skoðað fuglana unt stund, ályktuðum við að parið hlyti að eiga unga í grenndinni. Fuglarnir voru mjög tortryggnir. Flaug annar þeirra í kring- um okkur með háværum gellum á með- an hinn hljóp rétt framan við okkur. Meðan á leit okkar í mýrinni stóð, heyrðum við hljóð í unga en fundum hann ekki. Urðum við frá að hverfa að svo búnu. Daginn eftir héldum við aftur á stað- inn og vorum staðráðnir í að finna ung- ana. Er við komum á staðinn, þar sem leitinni hafði verið hætt daginn áður, voru flóastelkarnir á bak og burt. Leit- uöum við lengi og fundum loks parið um 150 m frá fyrri staðnum, en handan við hæð nokkra. Gátum við komist mjög nærri þeim fuglinum, sem við töldum vera kvenfuglinn, en hann var mjög há- vær. Að stuttri stundu liðinni, breyttist atferli fuglsins. Settist hann á stóran stein og gaf einungis frá sér mjög lágt hljóð. Þá færðum við okkur fjær og 165

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.