Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 11
tvisvar (Snorri Pétursson munnl. uppl, Ævar Petersen). Samkvæmt bréfi frá Þorsteini Ing- ólfssyni, Gröf í Öngulstaðahreppi, dags. 19. 2. 1978, verptu starar á Grund í Eyjafirði 1973—1975. Þeir verptu öll árin á sama stað, í þakrennu ofan við eldhúsglugga, og komu ungum upp í öll skiptin. Stari hefur hvorki fyrr né síðar sést á Grund. I bréfi frá Steingrími Þorsteinssyni, Dalvík, dags. 15. 3. 1978, segist hann hafa séð „fjóra staraunga, það illa fleyga, að varla hafi þeir verið langt að komnir“ á Dalvík fyrir mörgum árum. Þó segist hann ekki hafa heyrt um varp á Dalvík eða í nágrannabyggðum, hvorki fyrr né síðar. Reykjavík og nágrenni, frá 1960 Aður hefur verið skýrt frá því að mikil flækingagengd haustin 1959 og 1961 hafi að öllum líkindum verið upphafið að staravarpi í Reykjavík. Fyrir þann tíma höfðu starar sést árlega í Reykjavík og nágrenni, oftast þó aðeins fáir en flestir um 40 (Agnar Ingólfsson og Arn- þór Garðarsson 1955). Veturna 1959—1960 og 1960—1961 bar mjög mikið á störum í Reykjavík. Jón B. Sigurðsson sá t. d. 50 — 60 stara þann 21. 10. 1959, a. m. k. 100 þann 2. 11., og 22. 11. sama ár sá hann 100—150 fugla í Skógræktarstöðinni i Fossvogi. Þann 7. 6. 1960 sá Þorsteinn Einars- son íþróttafulitrúi starahjón og þrjá unga að Laugarásvegi 47 og Jón B. Sig- urðsson sá 12. 6. fullorðinn stara með þrjá fleyga unga i Laugardal. Af þessu má ætla að eitthvað af störum sem komu haustið 1959 hafi verpt strax um vorið. Mörg dæmi eru til um það að fuglar verpi utan varpheimkynna sinna eftir slikar flækingsgöngur, eitt slíkt dæmi er vepjuvarpið í Kelduhverfi 1963 (Jón B. Sigurðsson 1967). Veturinn 1960—1961 bar einnig mikið á stara í Reykjavík og sá Kristján Geirmundsson 209 stara ,,mest við Laufásveg beggja megin Skothúsvegar“ á fuglatalningardag þann 29. 12. 1960. Þann 28. 7. 1962 sá Arnþór Garðarsson 3 nýfleyga staraunga milli Nýjabæjar og Bollagarða á Seltjarnarnesi. Þorsteinn Einarsson fann starahreiður að Laufás- vegi 9 Jrann 3. 5. 1963, en Jrað var fyrsta hreiðrið sem fannst í Reykjavík. Þann 12. 7. 1964 fann hann hreiður að Kambsvegi 20 og telur, eftir frásögn húsráðanda og sinum eigin athugunum um ferðir stara norður og suður yfir Laugarásinn til og frá býlunum í Laug- ardalnum, að starinn hafi fyrst farið að verpa þar 1961. Greinilegt er að störunum fjölgaði mjög hægt i fyrstu. Veruleg aukning virðist ekki verða fyrr en um og eftir 1965 og jókst staravarp í Reykjavík jafnt og þétt frá því (spjaldskrá N. I., Þor- steinn Einarsson skrifl. uppl.), auk Jaess sem vetrarfuglum fjölgaði (6. mynd). Eftir að störum fór að fjölga verulega bar nokkuð á því að menn væru bitnir af flóm, sem komu úr hreiðrum fuglanna. Vegna Jressa hófst herferð gegn flónni Jrar sem reynt var að koma í veg fyrir að starar verptu í sambýli við fólk, t. d. í loftræstitúðum, og var sett vírnet fyrir opin. Borgarnes 1964 og síðar Sumarið 1964 sá Þorsteinn Einarsson stara við hreiður á Jsakhorni hótelsins í Borgarnesi. Þann 8. 6. 1964 sá Árni Waag Hjálmarsson stara við hótelið og 153

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.