Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1981, Side 44
Hypogymnia tubulosa (Schaer.) Hav. Blaðflétta, grá eða hvítleit á efra borði, en svört eða dökkbrún neðan, með sérkennilega sívölum bleðlum, hol- um að innan og oft með útbrotum í endann. Þessi tegund var áður aðeins fundin á tveim stöðum á landinu, á Húsavík (leg. Bernt Lynge 1937) og Selási í Reykjavík (leg. Hörður Kristinsson 1978), á báðum stöðunum sem slæðing- ur á innfluttum viði. í Austur-Skafta- fellssýslu fannst tegundin á öllum fimm skógarsvæðunum á villtu birki, sums staðar stór og falleg eintök. Leikur því ekki vafi á því nú, að þetta er íslensk tegund, sem hefur aðalútbreiðslu í skógunum í Austur-Skaftafellssýslu, og aðeins þekkt sem slæðingur utan þeirra. Parmeliopsis ambigua (Wulf.) Nyl. Fíngerð blaðflétta, grá með aðeins gulleitum blæ af usnin-sýru, með kringlóttum, kúptum útbrotum á efra borði, svört eða dökkbrún neðan. Þessi tegund fannst fyrst í ísafjarðar- dal (leg. Stefán Stefánsson 1893) og í Egilsstaðaskógi (leg. Bernt Lynge 1939), á báðum stöðunum á birki. Nú fannst þessi fágæta tegund á tveim stöð- um til viðbótar, í Viðborðsdal á Mýr- um (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979) og í Tungufellsskógi við Hoffell (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979). Platismatia glauca (L.) W. Culb. & C. Culb. Stórgerð blaðflétta, með breiðum (allt að 1 cm), skertum og hrokkinrend- um bleðlum, gráum og oft með brúnum eða dökkleitum dröfnum á efra borði, brúnum að neðan. Vottar fyrir útbrot- um á jöðrunum. Tegund þessi hefur ekki áður fundist hér á landi, en reyndist allútbreidd í skóglendi því, sem skoðað var í Austur- Skaftafellssýslu. Fannst hún í Tungu- fellsskógi (leg. Hörður Kristinsson 1979), í Viðborðsdal, Dalskógum og Austurskógum (leg. Sigríður Baldurs- dóttir 1979) og í Steinadal í Suðursveit (leg. Hálfdán Björnsson 1981). Pseudevemia jurfuracea(L. ) Zopf. Blaðflétta með sérkennilegum, löngum og grönnum bleðlum, sem eru kúptir ofan en íhvolfir eða grópaðir neð- an, og getur því virst runnkennd að vaxtarlagi. Efra borð ljósgrátt, oft meira eða minna þakið örflnum grein- um og sepum (isidia), svört eða dökk- brún neðan. Þessi tegund var ekki áður þekkt frá íslandi og fannst aðeins á einum stað, í Austurskógum í Lóni á birkistofni (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979). Usnea subfloridana Stirt. Runnflétta, beingul-grágræn, aðal- greinar þétt settar fíngerðum hliðar- greinum, sem oftast standa hornrétt á aðalgreinina. Mikilvægt tegundarein- kenni eru útbrot, sem eru með hárfín- um sepum, en koma fyrst fram á þrosk- uðum eintökum. Tegund þessi hefur ekki áður fundist á íslandi. Hún virðist þó vera allút- 186

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.