Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 49
veturna aðallcga í löndum sem liggja að Eystrasalti og Norðursjó (Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi, A-Þýskalandi, Danmörku). Þá heí'ur hún sést á Bret- landseyjum, í Frakklandi og á Spits- bergen (Cramp og Sirt)mons 1977). Sumarið 1981 sást einn karlíúgl þess- arar tegundar paraður æðarkollu í æðarvarpi í Hollandi. Arin 1979 og 1980 höfðu karlfuglar sömu tegundar sést á þcssum slóðum (Swennen 1981). Af öðrum tegundum andaættarinnar (Anatidae) eru æðarfuglar skyldastir bliköndinni. í þeim hópi eru, auk æðar- fugls, æðarkóngur (Somateria spectabilis (L.)) og gleraugnaæður (S.fischeri (Brandt)). Ólíkt öðrum öndum, eru þessar þrjár æðarfuglstegundir að mestu sjófuglar. Bliköndin er hins veg- ar meiri ferskvatnsfugl en hinar tegund- irnar þrjár. Því var ekki óviðbúið að sjá hana á Mývatni, þótt það sé langt inni í landi. Bliköndin, sem sást á Mývatni, er ef til vill komin frá þeim hópi blikanda, sem á vetrarstöðvar við norðurstrendur Skandinavíu. Arnþór Garðarsson (1976) túlkaði tilkomu hvítanda á ís- landi þannig, að þær hafi flækst með hvinöndum frá Norður-Evrópu. Blik- öndin kann einnig að vera þannig kom- in til íslands. Þó má telja líklegra, að hún hafi flækst hingað með æðarfugl- um, en æðarfuglar, sem merktir voru á Spitsbergen, hafa fundist við norðan- og austanvert ísland. S U M M A R Y Steller’s Eider (Polysticta stelleri Pallas)) recorded for first time in Iceland by Anthony Martin N.E.R.C., Sea Mammal Research Unit c/o British Antardic Survey Madingley Rd., Cambridge CB3 OET England An adult male Steller’s Eider (Polysticta stelleri (Pallas)), in full breeding plumage, was present on the N.E. edge of Lake Mý- vatn, North Iceland, on 5 June 1981. The bird was seen on four occaions until 16 June, and identification was confirmed by three other independent observers. This is the first Icelandic record of this species, which has been reported from several other countries of Northern Europe in recent years. The breeding area of this duck is normally restricted to Northern Siberia and Alaska though nesting has been observed in Novaya Zemlya and probably taken place once in Norway. HEIMILDIR Cramp, S. & K.E.L. Simmons (ritstj.). 1977. The Birds of the Western Palearctic. 1. bindi. Oxford, London, New York. Garðarsson, Arnþór. 1976. Hvítendur (Mergus albellus) heimsækja ísland. Náttúrufr. 46:27-36. Swennen, C. 1981. [Steller’s Eider Polysticta stelleri new for the Netherlands]. Limosa 54:93-95. (Á hollensku með ensku ágripi.) 191

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.