Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 32
3. mynd. Bylgjubrotsmælingar á suðurlandi. Örvarnar sýna legu einstakra mælilína. Punktarnir við enda örvanna tákna skotpunkta og bylgjunemarnir liggja á línu örvarinnar. — Location o/ seismic refraction projiles on the soulh coast of lceland. The arrows denote the profiles. mannaeyjum sýna hraðann 3,3 km/sck. (Guðmundur Pálmason o.fl. 1965). Þar sem setlög þau sem hér um ræðir liggja nokkuð dýpra í jörðinni en setlögin í borholunni á Heimaey, er líklegt að hraðinn í þeim sé nokkru hærri. Því hef ég gert ráð fyrir hraðanum 3,6 km/sek í lághraðalaginu. Þegar búið er að festa hraðagildið er auðvelt að reikna þykkt lághraðalagsins út frá stökkinu í fartímaritinu. Mynd 4 sýnir niðurstöður túlkunar mælinganna við suðurströndina (snið A-B á 3. mynd). Hún er hugsuð sem snið af jarðskorpunni undir suður- ströndinni. Tölurnar sýna bylgjuhraða á mismunandi dýpi og brotnu línurnar eru jafnhraðalínur. Lághraðalagið er sýnt skyggt. Þykkt lághraðalagsins virðist vera á bilinu 0,5-0,7 km og dýpið niður að því á bilinu 0,8-2,2 km. 4. GERÐ LÁGHRAÐALAGSINS Sú spurning vaknar eðlilega úr hverju lághraðalagið sé gert. Eins og áður er getið vex bylgjuhraði í venju- legum íslenskum berggrunni jafnt og þétt með dýpi. Því veldur fyrst og fremst sívaxandi ummyndun bergsins með dýpi (Ólafur G. Flóvenz 1980). Orsök ummyndunarinnar er vaxandi hitastig með dýpi í jörðu. Því er mjög 174

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.