Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1981, Blaðsíða 42
Bryoria fuscescens (Gyelnik) Brodo & D. Hawksw. Þessi flétta er runnkennd, en líkist þó fremur hárbrúsk, með 5—15 cm langar, hárfínar greinar (0,2—0,5 mm), sem hanga niður af trjágreinum. Hún er móbrún að lit með ofurlitlum ólífu- grænum blæ, og hefur útbrot hér og þar á greinunum. Utbrotin eru breiðari en greinarnar sjálfar, og mynda því smáhnökra. Tegund þessi hefur ekki fundist áður á íslandi, en líkist í fljótu bragði Bryoria chalybeiformis (L.) Brodo & D. Hawks- worth, sem vex á jarðvegi eða klettum, og er allvíða, einkum um norðanvert landið. Fyrstu eintökin, sem fundust í Skaftafellssýslu voru fremur smá, og álitum við í fyrstu, að þetta væri B. chalybeiformis. Fyrst þegar Hálfdán Björnsson á Kvískerjum hafði sent betri eintök til greiningar frá Steinadal, varð ljóst að hér var um nýja íslenska tegund að ræða. Það sem einkum aðgreinir þessa teg- und frá B. chalybeiformis eru flnni aðal- greinar, ljósari litur og minni gljái. Báð- ar hafa tegundirnar fumarprotocetrar- sýru, sem gefur rauða svörun með para- fenylendíamíni (PD). B. chalybeiformis hefur þessa sýru aðeins í útbrotunum, en hjá B.fuscescens er hún dreifð um alla fléttuna. Einnig líkist tegundin B. pseudofusces- cens (Gyeln.) Brodo & D. Hawksw., sem nýlega fannst á hrauni í nágrenni Reykjavíkur (Kristinsson 1981). Hún hefur norstictin-sýru í stað fumarproto- cetar-sýru, og gefur því gula þalsvörun með PD. Bryoria fuscescens er nú fundin á fjór- um stöðum á landinu, í Dalskógum í Lóni (leg.* Sigríður Baldursdóttir 1979), í Tungufellsskógi við Hoffell í Nesjum (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979) , í Steinadal í Suðursveit (leg. Björn Arnarson og Hálfdán Björnsson 1980) , og í Höfða í Mývatnssveit (leg. Hörður Kristinsson 1981). A síðast- nefnda staðnum var tegundin bæði á birki og lerki í ræktuðum trjágarði, en á öllum hinum á villtu birki. Bryoria simplicior (Vain.) Brodo & D. Hawksw. Runnkennd flétta, sem vex á trjá- greinum. Þalgreinarnar eru aðeins 2—3 cm á lengd, mjög grannar, en standa útsperrtar frá undirlaginu. Liturinn er dökkbrúnn með ofurlitlum ólífugræn- um blæ og yfirborðið gljáandi. Mikið er af útbrotum á greinunum. Þessi tegund hefur enga fumarprotocetrar-sýru, og gefur því neikvæða PD-svörun. Bryoria simplicior er ný á íslandi, og fannst aðeins á einum stað, í Tungu- fellsskógi við Hoffell (leg. Sigríður Baldursdóttir 1979). Cetraria chlorophylla (Willd.) Vain. Blaðkennd flétta, brúnleit, með upp- sveigðum bleðlum. Hún líkist nokkuð Cetraria sepincola (Ehrh.) Ach., að öðru leyti en því, að hún myndar ekki ask- hirslur, en hefur í þess stað útbrot á jöðrunum. Þessi tegund var áður aðeins fundin á einum stað á landinu, Hvalsá við Stein- grímsfjörð (leg. Guðmundur G. Bárðar- son, 1900), og mun það eintak vera af grjóti. Hún fannst nú í Austurskógum í * Latnesk skammstöfun fyrir /egi/:safn- að af. 184

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.